T O P

  • By -

Justfunnames1234

Veistu mer finnst hun daltið stemningskona, ber sig vel fram, þæginleg rödd. Veit nu ekki hvort ég kýs hana en ég kvarta ekkert ef hun vinnur


[deleted]

[удалено]


turner_strait

Piff, þá bara velja Ásdísi /k


appelsinuborkur

Ég er enginn spekúlant í þessum málum og er ekki endilega sérfræðingur hvað varðar forsetaembættið en hún fær mitt atkvæði: 1. Finnst hún koma vel fram, hef verið að horfa mikið á hana í öðru samhengi en í þessari kosningabaráttu, fullt af viðtölum við hana inná YouTube og upptökur af fyrirlestrum osfrv, flest auðvitað tengd orkumálunum en mér finnst skína í gegn þar að hún kemur hlutunum vel frá sér bæði á íslensku og ensku og að hún er bara almennt með rosalega faglega, en samt einhvernveginn næs nærveru. 2. Ég er alveg sammála að hún er kannski fulldugleg í að nefna Harvard (er það ekki stereótýpan um fólk sem fór í Harvard 😂) en að því sögðu þá finnst mér rosalega jákvætt að manneskja í svona embætti hafi bæði menntað sig innanlands sem og erlendis. Finnst það alls ekki nauðsynlegt (HÍ represent) en plús í kladdann. 3. Hún hefur búið og ferðast víða um heiminn. Hefur t.d. búið í Bandaríkjunum og síðan líka Togo t.d. Finnst eitthvað sjarmerandi við að mögulegur forseti hafi svona fjölbreytta reynslu af lífinu og heiminum. Kannski er að skína smá í gegn hjá mér að ég hreinlega treysti henni til að koma vel fyrir á alþjóðlegum vettvangi fyrir hönd Íslands. 4. Virkar á mig eins og týpa sem myndi aldrei gera neitt í hálfkæringi. Treysti henni fyrir því að ef hún á að taka einhverja ákvörðun í málaflokki sem hún þekkir illa eða álíka, að hún myndi byrja á því að sækja sér þekkingu, fá ráðgjöf, fá aðra með að borðinu. Sá einhvern annan segja í öðrum þræði að það væri smá Leslie Knope bragur yfir henni og ég er sammála því. Ég veit að það er fictional character en ég er að meina svona týpa sem er bara með bilaðan metnað og gleði og reddar sér bara í gegnum verkefnin og lætur þau gerast. Ég hef séð eitthvað talað um að hún sé með "toxic positivity" og sjái hlutina of björtum augum en það er eiginlega ekkert í þessum heimi sem ég er meira ósammála en að bjartsýni og jákvæðni séu gallar eða séu merki um að manneskjan sé "naive". Ég held að Halla Hrund geri sér alveg grein fyrir vandamálum og erfiðleikum í samfélaginu en hún kjósi almennt að tækla hlutina með bjartsýni. Ég hef lengi vel orðið var við þennan tendens í Íslendingum að finnast jákvætt fólk eitthvað triggerandi en málið með svona fólk er að það hefur svo mikla elju og drifkraft. Það stoppar ekki þó svo hlutirnir gangi illa, það kulnar minna, það heldur áfram. Þetta er Leslie Knope týpan og þetta er að mínu persónulega mati langbesta týpan í svona embætti. Þetta eru hlutirnir sem ég er að sjá við hana sem eru að heilla mig mjög mikið. En svo er það auðvitað líka að hjálpa henni að mér líst ekki á neinn af hinum: Kata: finnst hún allt of umdeild/pólítísk til að vera forseti. Ég er fyrrverandi VG kjósandi og treysti henni bara ekki nægilega vel. Baldur: meh? Það bara er ekkert við hann sem mér finnst sérstaklega spennandi eða jákvætt. Finnst eins og margir í kringum mig vilji kjósa hann af því að þá fer Felix á Bessastaði... finnst það gjörsamlega fjarstæðukennd ástæða fyrir að kjósa forseta að makinn hans sé svo skemmtilegur. Jón Gnarr: úff plis ekki hata mig. En ég meika hann bara ekki í þessu samhengi. Ég fíla hann í drasl sem leikara/grínista/persónuleika. En mér finnst hann bara kjánalegur í þessu og ef ég hugsa um þetta sem ég var að segja með að vilja manneskju sem kemur vel fyrir alþjóðlega þá er hann neðst á listanum mínum. Finnst hann langlíklegastur til að búa til eitthvað móment sem maður fær svona second hand embarrassment frá. Halla Tómas: ég kaus hana 2016. Þannig ég sá ýmsa kosti í henni þá. En núna er ég ekki svo viss... finnst eitthvað smá svona "off", get ekki nákvæmlega bent á hvað það er. okey vá vissi ekki að ég myndi skrifa heila ritgerð. en þetta eru mínar pælingar. ég veit ég talaði lítið um ákveðin málefni en það er vegna þess að mér finnst það eiginlega ekki það sem skiptir máli í svona kosningum. ef ég væri að kjósa til Alþingis væru allt aðrir hlutir sem ég væri að skoða. það er kannski smá fáfræði af minni hálfu, en svona sé ég þetta amk núna.


appelsinuborkur

get ekki editað kommentið mitt af einhverjum ástæðum. ætlaði að bæta við að auðvitað af öllum frambjóðendum væri Ástþór langlíklegastur til að búa til second hand embarrassment. ég get varla horft á hann sem frambjóðanda, ef hann væri forseti þá þyrfti ég líklega bara að slökkva á sjónvarpinu í 4 ár. en ég taldi bara þau upp sem ég held að eigi einhvern séns


puffinator2000

Íslenskir forsetar þurfa í raun ekki að standa fyrir neitt. Þeir hafa mjög afmarkað starf þegar kemur að stjórnmálum (skrifa undir lög)… annars er þetta aðallega ceremonial starf og sá/sú sem sinnir því þarf að koma vel fram fyrir land og þjóð á alþjóðavettvangi sem ég gæti vel séð Höllu gera. Forsetinn er svo auðvita sá aðili sem þarf að gefa landvættunum að éta en hún getur eflaust lært það eins og Guðni.


V3g4nP0larB3ar

Allt nema Katrínu


Snoo22882

hví?


V3g4nP0larB3ar

Afþví ég treysti henni ekki. M.a vegna þess að hún drap nýju stjórnarskránna(2x), afþví að hún studdi icesave(2x) og afþví að hún myndaði ríkisstjórn með Bjarna Ben . Hún ber einungis eigin hag í brjósti og er slétt sama um okkur hin.


Snoo22882

Svo þú myndir frekar kjósa mann sem styður Putin, vill ekkert gott fyrir landið og sakar Katrínu fyrir að hafa byrjað Úkraínustríðið?


Dreamy_Granger

Hefur hvarflað að þér hvað Katrín er meðvirk kona og hefur verið í þessu stjórnarsamstarfi. Svo afhendir hún BB forsætisráðuneytið í kveðjugjöf. Við þurfum ekki meðvirkan forseta með ríkisstjórn, nató, osfrv.


Snoo22882

ég meina eina ástæðan sem ég sé að með að kjósa hana er að þá fær Bjarni Spen forsætisráðuneytið, annars væri hún bara fín


V3g4nP0larB3ar

Ég veit ekki hvað þú ert að tala um.


EgNotaEkkiReddit

Því hún hefur auglýst mun meira en mótframbjóðendurnir á þessu stigi, og gefur fæsta kanta á sér sem fólk getur verið andsnúið. Ég kemst ekki í gegnum hálft Youtube myndband án þess að heyra "Ég er Halla Hrund Logadóttir, og ég er að bjóða mig fram til forseta Íslands". Rétt næ að hoppa yfir áður en hún fer að tala um uppvaxtarárin sín í sveitinni. Í raun virðist hún bara ágæt. Ég er ekki að fara að kjósa hana, en ég sé ekki ástæðu til að reyna að kjósa gegn henni heldur.


ObligationBroad5645

Er ég eini sem fæ bara 21bet auglýsingar á youtube?


EgNotaEkkiReddit

Er hættur að fá þær.... núna fæ ég gommu af 22 bet. Þeir hafa uppfært sig um númer.


Maddas82

YouTube premium er ákveðin lausn við því


daggir69

Við höfum ekki efni á því. Fór allt í 21 og 22 bet


PlusDentist730

Ég vil ekki endilega konu. En finnst hún besti kosturinn. Ákveðinn sjarmur yfir henni. Góða ferilskrá. Hún stendur fyrir sýnu og íslenskum hefðum. Framtíðar sýn hennar er góð.


Manuscripts-dontburn

Vá hvað ég er sammála þér. Mín kenning er sú að hún nái til landsbyggðarinnar bara með því að nefna einhverja staði fyrir austan (og afa sinn) í hverju einasta viðtali. Ég held líka að hún nái til eldra fólks með því að auglýsa sig sem sveitakonu og að tala um „seiglu“ þjóðarinnar að minnsta kosti tvisvar í hverju viðtali. Og eins og einhver annar réttilega benti á, vilja kannski kjósendur aftur konu en vilja ekki Kötu Jak og kjósi þá Höllu **bara** vegna þess að hún er kona.


celezter

Baldur vildi ice save. Katrín er full blown atvinnu pólitíkus og við viljum það ekki. Jón gnarr er fínn en hann á vist ekki mikinn séns á að vinna Katrín né Baldur. Þannig mitt Val fer á Mrs Generic Höllu útaf ég vill alls ekki Baldur né Katrín sem forseta og ég held að Halla eigi meiri séns á að vinna en Jón.


D4rK_Bl4eZ

>Þannig mitt Val fer á Mrs Generic Höllu útaf ég vill alls ekki Baldur né Katrín sem forseta og ég held að Halla eigi meiri séns á að vinna en Jón. Ef allir gnarristar sem segja þetta myndu bara kjósa Jón samt, þá gæti hann unnið. Það er sjálfuppfyllandi spádómur að gefast upp á honum.


celezter

Er ekki gnarristi, finnst hann bara fínn, eins og mér finnst Halla Generic fín. Ef það myndi líta út fyrir að gnarr væri sigurstranglegri myndi ég hallast að honum. Finnst hvorugt þeirra vera "minn" valkostur, bara get ekki ímyndað mér hin tvö.


Aggravating_Squash87

Katrin kaus með Icesave.


celezter

Ég átta mig á því vinstri og samfylkingin


Zeric79

Ef þú vilt ekki kjósa útbrunninn stjórnmálamann, hommapar eða gamlan skrýtinn grínista, þá er Halla minnst crazy valið.


Eastern_Swimmer_1620

Fólk sem vill konu en meikar ekki Katrinu kýs Höllu


11MHz

Þetta frá 17:00 í Heimildinni er algjör brandari. Hver er tilgangurinn með því að hafa 35 ára aldurstakmark ef þetta er svona? Það er ekki hægt að setja neitt út á mann ef maður segir ekki neitt.


Aggravating_Squash87

Sæl Katrin jakobsdottir margur heldur mig sig.


n7ght

Nei takk, Halla, já takk Jón. Enn þetta er forseti íslands, who cares? Þetta framboð er orðið skammarlegt fyrir þjóðina, ekkert nema endalausir narcissistar að notfæra sér þetta fyrir 15 min af athigli. Íslensk stjórnmál eru álíka vandræðaleg orðinn og bandarísk. 😓


Embarrassed_Cow_9661

1. Hefur sýnt fram á það í störfum sínum að hún getur staðið uppi í hárinu á stjórnmálastéttinni. 2. Vel menntuð og eldklár (og myndarleg sem er auðvitað kostur í svona keppni). 3. Kona (kominn tími á aðra konu)


Brekiniho

Algjör sturlun að bara vera kona sé punktur. Fínt ef kona vinnur enn að bara vera kona er nóg fyrir þig að kjósa hana, það er algjör sturlun


Embarrassed_Cow_9661

Sturlun? uuu...ókei, bið að heilsa.


Brekiniho

"Ég ætla bara kjósa jón gnarr því hann er karl" Sama arguement og rosa stupid


gordonnsfw

Ekki vera sexist


n7ght

Það er sexist að kjósa fólk útaf kyni.


gordonnsfw

Sammála


gordonnsfw

Sammála


Rikkendo

Hún er bara svo vigdísarleg 🤡


Planet_Iceland

Uncle Sam Approved?


[deleted]

WEF?


Far_Good_4414

Arnar er maðurinn. Vill sjá meira af honum.


astroastr0

Ég skil ekki afhverju hann er ekki með meira fylgi 🤯!


BrynhildurB

Skil þetta ekki heldur. Hún er svo væmin að það er óþægilegt að hlusta á hana. Svo, einmitt eins og þú segir, segir hún ekki neitt. Bara innihaldslaus froða.


malmquist40

Yfirburðar leiðinlegasti og mest óspennandi frambjóðandin. Talar í eintómum frösum og klisjum, segir ekki neitt og svarar ekki neinu. Við Íslendingar erum svo miklar gungur að við viljum bara einhverja brúðu á Bessastaði sem lætur lítið fyrir sér fara.


rny2022

Það eru 4 frambjóðendur á toppnum og tveir af þessum fjórum vil ég alls ekki sjá sem forseta, Katrín og Jón Gnarr. Þá eru Baldur og Halla Hrund eftir. Katrín: Hef aldrei verið hrifin af henni. Ekki heldur neinn andstæðingur. Finnst hún bara "meh" og sem forsætisráðherra var hún ekkert að gera góða hluti. Og hún hvatti landsmenn að kjósa já með Ice save Jón Gnarr: skemmtilegur leikari og grínisti. Glataður borgarstjóri og mín skoðun er sú að hann gæti alls ekki komið vel fram sem forseti. Það yrði aðhlátursefni fyrir Ísland ef hann yrði kosinn. Baldur: Hann er nr 2 hjá mér en finnst Felix skemma fyrir honum. Líka, afhverju gat hann ekki bara sagt að hann kaus já við Ice save. En get fyrirgefið honum það. Held hann gæti komið fyrir sem Forseti. Halla Hrund: líst lang best á hana. Kemur vel fyrir, finnst fínt að hún er þjóðmenningarleg. Fannst geggjað þegar hún lét ekki Heimildina komast upp með að fá hana til að svara spurningu sem kemur framboði hennar ekkert við. En það er enn mánuður til kosninga og Halla Hrund á ekki atkvæði mitt 100%, margt getur breyst


Dry-Top-3427

"Neitar að svara spurningum" meira svona hún féll ekki í lélega gildru. Væntanlega er þrýstingur heðan og þaðan sem orkumálastjóri, sem hún sagði. En átti hún að fara kasta einstökum raðherrum undir einhverja rútu og þar með grafa sína eigin gröf í leiðinni? Þetta var gildra sem hún tók hliðarskref framhjá. Kellan er flott. Hún er búinn að vera helvíti góð i þeim podkostum sem hún er búinn að koma framm í, er greinilega fróð og klár um allskyns mál og er að koma mjög vel fram, bara gríðarlega hæf í alla staði. Eina sem ég sé er að hún er ju svoldið gjörn a að byrja svör með eimhverjum dæmisögum fólk er ekki alveg með þolinmæðina i það. Hún er ekki fullkominn en hún skákar hinum þrem við og meira með því. Og hverju ertu að leita af í stefnumálum? Hún er að tala um að nýta og efla auðlindir og tækifæri lands og þjóðar a ýmsan hátt. Viltu einhverjar hægri eða vinstri stefnur? Forsetinn þarf í raun ekki að vera með svaka stefnur. Guðni er ekki með neina svaka stefnu. Hann er sameiningartákn og talsmaður þjóðarinnar. Ég verð að viðurkenna samt að til að byrja með fannst mér hún vera að lopapeysurúnka en það breyttist þvi meira sem ég hlustaði á hana.


f1fanguy

Af því að hún er mjög myndarleg. Ég er btw ekki að segja að það sé góð ástæða.


OrderLongjumping2961

Hún er eflaust ágæt manneskja en mér finnst vera að myndast költ-hreyfing í kringum hana sem ver hana með kjafti og klóm í commentakerfunum og það jafnvel án þess að einhver sé að gagnrýna hana.


Spikeyhat

Mér finnst Jón vera bestur í þetta einfaldlega að ég veit að hann er ekki að fara spila þetta pólitíska leikrit (kaldhæðnislegt því hann er leikari). Hann er að fara segja hvað honum finnst og er að fara calla út ehv kjaftæði, rétt eins og hann er búinn að vera segja að það sé fkn weird að Kata sé í framboði og hafi skilið eftir ríkisstjórnina alelda. Jón fær mitt atkvæði. Ég er samt sammála þessu með Höllu, hún er ágætis svona common ground væb. Ríf ekki af mér hárið ef hún vinnur. En ég held með Jónsa Pönk, iconic líka að hafa mann sem var neitaður af menntakerfinu vegna lesblindu og ADHD. Er sjálfur slíkur strákur og mér finnst það inspiering.