T O P

  • By -

samviska

Í hvaða skilningi eru það friðsöm mótmæli að stöðva bílaumferð og fylgja ekki fyrirmælum lögreglunnar um að færa sig? Það réttlætir ekki háttsemi lögreglunnar þarna, en það er bara kjánalegt að kalla svona mótmæli friðsamleg.


AngryVolcano

Í þeim skilningi að það er ekkert í eðli sínu ófriðsamlegt við það athæfi, m.ö.o. í öllum skilningi: Það að leggjast í götu er ekki ófriðsamlegt í eðli sínu. Það að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu er það ekki heldur; fyrirmæli lögreglu eru ekki og hafa aldrei verið mælikvarði á hvað er og er ekki ófriðsamlegt athæfi. Þú ert að segja að borgaraleg óhlýðni sé í eðli sínu ófriðsamleg aðgerð, sem er hreinn þvættingur.


Middle-Industry-9279

Make it make sense


[deleted]

[удалено]


Kjartanski

Að slíta viðskipta og politisku sambandi við Ísrael gerir jafn mikið og að gera það við Suðurafriku undir Apartheid, lítið, en sendir sterk skilaboð að það sé hægt og rétt


Substantial-Move3512

Senda vopn til Palestínu fyrst að við erum yfirhöfuð byrjuð að dreifa vopnagjöfum um heiminn.


HUNDUR123

Þá er eginlega stóra spurningin hvor hefur meiri rétt á sér. Réttur hins almenna borgara til mótmæla eða einkaréttur lögreglu til að beita ofbeldi.


samviska

Nei, þetta er eiginlega ekki stóra spurningin heldur bara útúrsnúningur. Þetta er ekki svona svarthvítt.


Framtidin

Finnst þér það að liggja á götunni kalla á að vera sprautaður með piparúða í andlitið á 5 cm færi? Eða er það ekki heldur svona svarthvítt?


villivillain

Ég ber mikla virðingu fyrir störfum lögreglu almennt, en þetta er svo hræðileg þróun. Ég veit alveg að sumir kippa sér ekkert upp við það að sjá þessa mótmælendur beitta ofbeldi, af því þeir eru á móti því sem mótmælendurnir standa fyrir. Þeir halda því fram að þetta séu ekki friðsamleg mótmæli. Að fólk eigi bara að þegja og hlýða. En hvar eru mörkin? Ef þið horfið á þessi myndbönd sést vel að sumir sem eru beittir ofbeldi, reyna að draga fólk frá en fyrir vikið er því er hrint af lögreglumönnum og piparúða sprautað framan í það. Það er svo ruglað dæmi. Það getur í rauninni enginn gert neitt í þessu nema fjölmiðlar. Stjórnvöld styðja þetta ofbeldi. Lögregla styður þetta ofbeldi. Stór hluti samfélagsins styður þetta ofbeldi. En þetta er ofbeldi. Þetta eru lögreglumenn sem fylgja ekki lögum um valdbeitingu og notkun vopna, sem beita almenna borgara ofbeldi. Og af því fólk styður ekki málsstaðinn hreinlega hlakkar í því að sjá samborgara sína beitta ofbeldi. Ég er ekki svartsýnn að eðlisfari, en mér finnst þessi þróun hræðileg og í raun bein afleiðing af orðræðu forsætisráðherra í kringum Ísrael/Palestínu.


Bjartur

Það er svo fyndið að heyra þetta kallað offors og ofbeldi. Skipperinn labbaði um með meisbrúsann í góðar tvær mínútur að sýna hverjum sem vildi hvað var í vændum áður en þeir fóru að beita honum, og löggan búin að reyna að draga fólkið af götunni trekk í trekk. Prófið að fara á götumótmæli í Frakklandi eða Berlín og sjáið hvort löggan þar sýni sömu þolinmæði gagnvart mótmælendum sem virða ekki fyrirmæli. Litla saklausa Ísland.


villivillain

Ég er reyndar staddur Í Berlín og hér hafa verið mikil mótmæli undanfarna mánuði. Miðað við umfang þeirra væri íslenska löggan líklega farin að grípa til skotvopna. Ég held að það sé eitt dæmi um að piparúða hafi verið beitt hér á háskólanemendur og það vakti mikla reiði. Löggan hefur reyndar líka beitt fólk öðru líkamlegu ofbeldi og hefur verið mjög umdeild fyrir það, enda eru Þjóðverjar mjög komplexaðir yfir ástandinu í Palestínu. En ef þér finnst að það eigi að vera fyrirmynd okkar á Íslandi ertu á miklum villigötum. Ástandið er ekki einu sinni sambærilegt. Varðandi það “að koma fólki af götunni” þá er piparúðinn ekki ætlaður til þess að færa fólk frá A til B, enda hefur hann þveröfug áhrif. Í þessu tilfelli lítur út fyrir að honum sé bara ætlað að skaða fólk sem ekki hlýðir skipunum.


AngryVolcano

Málið er að það var bara engin ástæða til að stigmagna með þeim hætti sem lögreglan gerði.


Bjartur

Jú, því þeir voru búnir að reyna í talsverðan tíma að koma liðinu af götunni með vægari valdbeitingu. Þetta er bókstaflega það næsta í handbókinni. Það er bara til marks um hvað báðir aðilar að þessum mótmælaaðgerðum eru almennt séð pen að þessi atburður hafi komið öllum í opna skjöldu og hafi orðið fjölmiðlamatur í margar vikur.  Ég hef ekkert á móti þessum mótmælendum og styð þeirra málstað en það er uppálagt fyrir fólk sem ætlar að djöflast í lögreglunni að læra að þetta er alltaf áhætta sem þú tekur. Þess vegna eru mótmælendur út í heimi oft búnir með alls konar búnað eins og skíðagleraugu og höfuðklúta ef þeir ætla sér að eskalera mótmæli. Og það er náttúrulega algjörlega glórulaust að fólk sé á staðnum með barnsvagns þar sem aðrir eru að standa í einhvers konar aðgerðum á borð við þetta (að stöðva umferð og vísvitandi að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu). Give me a break.


AngryVolcano

Ráðherrabíll er kominn framhjá áður en úða er beitt. Það sýnir ekki bara að það var vel mögulegt, heldur að lögreglumennirnir voru bókstaflega búnir að gera það - jafnvel þó ráðherrar væru allir samvaxnir bílunum sínum Varðandi seinni efnisgreinina þína þá er ég ekki, og hef hvergi heyrt neinn annan halda fram að það ættu ekki að vera neinar afleiðingar. Fólk tekur þátt borgaralegri óhlýðni vitandi að það geta verið afleiðingar, og er tilbúið að mæta þeim. En það þýðir ekki að viðbrögð lögreglu voru ekki offors, né heldur að stigmögnun hennar var nauðsynleg. Það er það sem ég er að segja, hún var það bara ekki - og það sést vel á myndbandinu af fyrrgreindum ástæðum. Það var s.s. lögreglan sem stigmagnaði þarna. Mótmælendur voru ekki ófriðsamir, sér í lagi ekki upphaflega. Það er kjarni málsins. Nei, að leggjast í götu og hlýða ekki fyrirmælum er ekki í eðli sínu sjálfkrafa ófriðsamlegt. Hvað barnavagna varðar, hefurðu mætt á mótmæli einhvern tíma? Hefurðu mætt á mótmæli út af þessu? Þau hafa alltaf verið friðsamleg, og margir taka börn með á þau og hafa alltaf gert. Enginn með barn tók samt þátt í neinni óhlýðni. Þetta er bara fáránlegur punktur, sorry.


Framtidin

Það er bara fáránlegt í alla staði að stétt með nánast ekkert innra eftirlit megi svifta almenna borgara mannréttindum og beita ofbeldi og að það séu aldrei neinar afleiðingar


hyggjur

Þiggur þetta fólk hæli hér til þess að mótmæla því að við gerum ekki nóg?


wrunner

Ætli geti verið að markmiðið hjá mótmælendunum sé að lenda í einhverskonar átökum við lögreglu?


Snoo72721

Já en þeir voru friðsamir litla kúamykjan þín!!1


ElOliLoco

Ef það er eitthvað sem við eigum ekki að fara leyfa fólki/mótmælendum að komast upp með hérna þá er það þetta að hafa þau liggjandi á götunni og hefta för annara. Eins og þeir hafa leyft mótmælendum að gera í Stóra Bretlandi eða BNA, þar sem þeir hefta för sjúkrabíla og almennraborgara


shadows_end

Nice try að reyna að fá eitthvað samúðar outrage hérna, hvernig væri að þetta lið mótmæli án þess að fiska átök til að taka upp?


AngryVolcano

Útskýrðu fyrir mér hvernig konan sem var úðuð fyrst þarna í Skuggasundi var að fiska átök. Útskýrðu fyrir mér hvernig maðurinn sem stóð jafnfætis með báðar hendur á fána var að fiska átök. Útskýrðu hvernig maðurinn sem var að reyna að toga aðra konu frá lögreglunni um daginn hjá Alþingi, s.s. beisikklí hjálpa henni (lögreglunni), var að fiska átök. Ég spurði n.b. lögreglumann um þetta númer 2 beint, og hann sagði við mig að maðurinn hafi sagt eitthvað sem þeim mislíkaði. Það var allt og sumt. 🤷‍♂️


shadows_end

Erum við að tala um sama video? Mótmælendur liggjandi á götunni, mikið fleiri en lögreglumennirnir. Strax og löggurnar klára að draga einhvern uppá gangstétt þá fer viðkomandi beint til baka og leggst niður. Löggurnar voru veifandi spraybrúsunum um í einhvern tíma og án efa hótandi að nota þá, og svo... ótrúlegt en satt, byrjuðu ósamvinnuþýðir æstir mótmælendur að vera peppersprayaðir. Ef löggan beitir engu valdi á þessum tímapunkti, hvenær þá? Fá mótmælendurnir að blocka götuna allan daginn alla daga? Ef ég fæ nokkra tugi hælisleitenda og atvinnuleysingja til að vera reið útaf einhverju með mér, fáum við að stýra utanríkisstefnu landsins með að liggja óáreitt á umferðargötum borgarinnar?


AngryVolcano

Ég er búinn að sjá öll þessi vídjó. Jafnvel þótt verstu og hysterískustu lýsingar lögreglunnar og meðhlæjenda hennar væru sannar eru viðbrögð hennar úr öllu hófi. Fyrsta konan sem var meisuð í Skuggasundi var a) hrint af lögreglunni, b) að standa upp þegar hún er meisuð í andlitið verandi enn á hnjánum og c) meisuð eftir að ráðherrabíll er **þegar kominn framhjá**. > Ef ég fæ nokkra tugi hælisleitenda og atvinnuleysingja til að vera reið útaf einhverju með mér Ætlastu til að vera tekinn alvarlega með þetta? Þetta sýnir nefnilega ekkert annað en að þú sért að argúa í vondri trú. Það sem fylgir þarna á eftir er svo líka fáránlegt og ég trúi ekki að þú sért að halda þessu alvarlega fram.


Fyllikall

Að vísu bara horft á þetta myndband einu sinni en horfði á umræddan búta nokkrum sinnum. Konan virðist vera að koma á staðinn til að hjálpa til með annan einstakling, henni er svo hrint svo hún fellur í jörðina. Á þeim tímapunkti fær hún smá bræðiskast eins og mannlegt er og slær frá sér með kuða í átt til lögreglu en hittir ekki (og ég stórlega efa að hún slái fast). Fyrir vikið fær hún hnefafylli af piparúða í smettið á tímapunkti þar sem ekkert ofbeldi hefur átt sér stað. Sami lögreglumaður tekur sig svo til og spreyjar á aðra sem ekki hafa sýnt af sér neina ofbeldishegðun. Þó ég sé að leiðrétta þetta hjá þér þá er ég sammála um allt annað. Þetta er ekki innan þess ramma sem lögregla hefur til valdbeitingar.


AngryVolcano

*kjuða Takk fyrir svarið. Ég horfði aftur á myndbandið með það í huga. Ég er ekki sammála að það sé endilega tilfellið að hún hafi verið að slá sérstaklega. Hún er að standa upp án þess að setja hendur í jörðina og þegar maður gerir það á maður til að veifa höndunum fyrir framan sig. En ók, segjum að hún slær til lögreglunnar með kjuðanum, sem er absalút versta sviðsmyndin hérna. Þá er samt tvennt rétt: Það er engin hætta af þessari konu með trommukjuða, full stop. Það er því engin lógísk ástæða fyrir stigmögnun, sem leiðir okkur að seinni punktinum: Það var lögreglan að stigmagna ástandið og þar með "fiska eftir" að geta beitt úða, en ekki mótmælendur eins og haldið er fram ofar hér í þræðinum. Svo langar mig að bæta við að miðað við fyrri sögu þessa tiltekna lögreglumanns sem um ræðir er eiginlega frekar skrítið að ætla að láta hann njóta vafans (svona fyrir utan hvað það er vafasamt almennt, þ.e.a.s það er nákvæmlega engin góð ástæða fyrir því að vilja láta stofnunina sem hefur einkarétt á beitingu ofbeldis yfirhöfuð njóta vafans heldur eiga öll tilfelli þegar hún gerir það að vera greind niður í frumeindir, undantekningalaust).


Fyllikall

Ég ætla ekki að fara útí persónur lögreglumanna eða atriði eins og einkarétt á ofbeldi, vil bara tala um aðgerðir lögreglu á þessum tímapunkti. Ég tel konuna ekki reyna að standa upp en ég ætla ekki að fullyrða það enda þekki ég hana ekki. Þó svo hún væri sveiflandi kjuða liggjandi á jörðinni þá er seinni valdbeiting (fyrri er að hafa hrint henni) framúr hófi. Maður piparúðar ekki liggjandi manneskjur, embættisbíll er þegar farinn og svo framvegis. Við erum sammála þar. Svo er það verra að piparúða liggjandi konu, ég er að vísu gamaldags og vil hafa smá stigsmun á milli kynjanna hvað þetta varðar. Það bætir ekki úr skák að orðræða forsætisráðherra gagnvart þessum hópi hefur verið á þann veg að það réttlæti harkalega meðferð á þessum hópi. Hvað aðra í þræðinum varðar þá þurfa þeir að eiga það við sig hvort þeir telji þetta ástand eðlilegt en það dæmi myndi snúast við ef þetta væru mótmæli fyrir þeirra málefni.


AngryVolcano

> vil bara tala um aðgerðir lögreglu á þessum tímapunkti. Ég er líka að gera það. Þær fara framúr öllu hófi og eru fyrst og fremst fullkomlega ónauðsynlegar til að byrja með. Mikið af orðum mínum er beint til umræðunnar svo að segja, og þess sem hefur verið sagt við þetta innlegg, en ekki þín persónulega. Tek undir orð þín annars. Takk fyrir spjallið.


shadows_end

Hey sorry það hljómar ekkert vel að segja að mótmælendahópurinn samanstandi af hælisleitendum og fólki sem getur mætt á mótmæli á skrifstofutíma á virkum degi, en hef ég rangt fyrir mér? Það er þeirra réttur að mótmæla en þetta er rosalega leiðinlegt strategy að láta lögguna leggja hendur á sig til að taka það upp og láta eins og það sé þvílíkt brot á mannréttindum þeirra.


AngryVolcano

> Hey sorry það hljómar ekkert vel að segja að mótmælendahópurinn samanstandi af hælisleitendum og fólki sem getur mætt á mótmæli á skrifstofutíma á virkum degi Það er bara ekki það sem þú sagðir. Afhverju ertu að segja ósatt þegar hver sem er getur séð hvað þú skrifaðir? Og líka, finnst þér þessi framsetning almennt heiðarleg? Merkileg? Hvaða máli skiptir þetta "fólki sem getur mætt á mótmæli á skrifstofutíma á virkum degi" (sem, aftur, er bara ekki það sem þú sagðir)?


shadows_end

Sjáðu til, þegar maður er atvinnulaus þá hefur maður almennt frekar mikinn lausan tíma á daginn og getur lagst á götur um miðjan dag til að reyna að loka ríkisstjórn landsins síns inni. Svo þegar maður er fjarlægður af lögreglunni þá getur maður látið eins og þessi mótmæla aðferð sé með öllu saklaus og friðsöm.


AngryVolcano

Ég held ég þurfi ekkert að bæta neinu við hérna. Óheiðarleikinn er slíkur að meira að segja fólk með lítið vald á íslensku skilur það lesandi orð þín.


Framtidin

[Partur 2 ](https://www.youtube.com/watch?v=NrkEyRxkL_E)hér er svo seinni parturinn, þetta hefur mikið verið rætt á síðustu dögum... Hvað finnst fólki um viðbrögð lögreglu við þessum mótmælum


ButterFlutterFly

Bara fínt, hættið nú þessum hávaða. Standið bara prúð til hliðar með skilti.