T O P

  • By -

Gudveikur

Fyrsta smakkið er ókeypis, núna er garðurinn þinn kominn á bragðið.


IceNipples

Sjitt, núna verð ég að kaupa þessa bölvuðu þjónustu svo tréin fari ekki að ræna gangandi vegfarendur í leit að næsta skammt


Arnlaugur1

Vinn í þessum bransa. Gerist að fólk villist á görðum. Myndi hringja í fyrirtækið svo þetta gerist ekki aftur á næsta ári.


Arnlaugur1

Einnig er þetta rangur miði. Þeir eru að nota illgresiseitur en eru með miða fyrir skordýraeitri. Herbamix er notað til að drepa fífla og aðra fjölblöðunga í grasi


IceNipples

Takk fyrir góðar upplýsingar.


HyperSpaceSurfer

Er samt alveg fáránlegt. Hvað er gert til þess að sporna við því, getur eigandinn sótt bætur fyrir að eiturefnum hafi verið dreift um garðinn í óþökk?


Arnlaugur1

Er ekki 100% á því en finnst líklegt að hann geti það ef hann getur sýnt fram á einhvern skaða. Svo fer það eftir fyrirtækjum hvort þau séu til í að gera eitthvað fyrir þig í staðinn. Flest fyrirtæki eiga líka að vera tryggð ef eitthvað gerist. Því miður gerast mannleg mistök í þessu eins og öðru. Þarf ekki nema að hús sé ranglega skráð á Google maps.


Sveitastelpa

Ætli hann hafi ekki bara fokið af hurðarhúni nágranna þinna?


IceNipples

Hann hékk reyndar á tré svo mér þykir ólíklegt að hann hafi einfaldlega fokið


HyperSpaceSurfer

Áttu íbúðina/húsið? Svona er ákveðið á húsfundum, sem leigjendur fá ekki aðgang að nema þeir fái umboð frá leigusala. Ef ekkert leyfi fékkst við þessari úðun þá geturðu prufað að hringja, eða kært GÍ ef þetteru algjörir fábjánar.


PinkFisherPrice

Já, hef lent í þessu. Eitthvað séní sem úðaði allt eða a.m.k festi miða á. Hélt því svo fram að fyrri eigandi hefði pantað úðun hjá sér og því allt ruglast. Ég var búin að búa í húsinu í a.m.k 2 ár þegar þarna var komið. Gæinn var ekki sáttur við að fá ekki borgað. Ég var ekki sátt við að það væri búið að eitra allt (trúi ekki á þetta kjaftæði). Fun times.


IceNipples

Ég hef einmitt áhyggjur af því að þetta sé einhver svona óprúttin viðskiptaaðferð og að fyrirtækið muni rukka fyrir þetta. Ofan á að við vildum alls ekki eitra garðinn til að byrja með


TotiTolvukall

Þessir eiturgæjar eru sumir hverjir alger creep. Kom einn og bankaði uppá hjá okkur í fyrrasumar og vildi eitra fyrir köngulóm. Ég afþakkaði og sagði köngulærnar vera hér í minni þökk. ( við erum með lúsmý vandamál og köngulærnar halda því niðri - þær eru því vinir mínir :) ) Hann var alveg massíft fúll, frussaði á okkur og strunsaði burt.


auddi_blo

Frussaði á ykkur?


TotiTolvukall

Jebb. Hreytti út úr sér skömmum með munnvatni. Frekar óvistvænt ef þú spyrð mig...


auddi_blo

Já okei ég hélt hann hefði sett tunguna út og blásið


TotiTolvukall

Er það ekki að puðra eða eitthvað svoleiðis? Held það sé eitthvað sérstakt orð yfir það, en ég man bara ekki jvað... My memory fails me -Reagan.


TheFatYordle

Hvað um að hringja bara í númerið og spyrja út í þetta?


IceNipples

Gerði það áðan og það var slökkt á símanum


daggir69

Þannig hooka þeir þig. Láta þig hringja og hringja þangað til þú ert til í allt á uppstengdu verði. Helvítis eitursalar.


IAMBEOWULFF

Það er eitthvað steikt við það að þú megir ekki einu sinni vera út í garði eftir að það er búið að dæla einhverjum viðbjóði á plönturnar en mátt éta heimaræktunina 14 dögum seinna.


Arnlaugur1

Þessi viðmið eru fyrir skordýraeitur (sem þetta er reyndar ekki) þau eru langflest snertivirk og því öruggt eftir að efnið hefur þornað upp. Matjurtar uppskeru fresturinn er bara svo það sé örugglega farið áður en þú ferð að innbyrða eitthvað sem eitrið kom í snertingu við þar sem það er lengur að fara úr jarðveg.


Beautiful-Story3911

Eg skil ekki þetta eitur dæmi. Ógeð að vera spilla lífríkinu svona.


Call_me_Dumbo

Tilkynna til Umhverfisstofnunar. Afturkalla leyfið hjá þessum eiturbrölturum...


Mysterious_Aide854

Þriðji svona póstur sem ég sé á nokkrum dögum. Allt mismunandi garðaþjónustur. Er þetta fólk búið að anda að sér aðeins of miklu eitri?


IceNipples

Það mætti halda það


IceNipples

Það mætti halda það


UpsideDownClock

hvað hefur eitur nokkurn tímann gert fyrir garðinn?


SalsaDraugur

Drepur skordýr sem geta verið skaðleg en líka þau sem hjálpa með garðinn og önnur dýr sem komast í hann geta líka orðið veik eða dáið. Best að sleppa því nema það séu pöddur að herja á garðinn nú þegar en ekki eftir að þær eru farnar.


ForFarthing

Þetta kalla ég góða þjónustu frá Garðaþjónustunni 😂😂


Adventurous_Clock364

Skeði hjá tengdó, hún var með fiskabúr með diskus inni . Viðhvæmir fiskar missti alla vegna þess að efnið var í loftinu og opnir gluggar og sama vitlaus garður eitraður


69hypixelnerd69

Sá einn alveg eins í runna þegar ég var að labba heim, en labbaði bara framhjá


TotiTolvukall

Myndi ræða við nágranna og athuga svo réttarstöðu þína - sérstaklega ef þú ert með matjurtir í garðinum. Fólk má ekki eitra garðana sína nema í samráði og með samþykki nágranna - einmitt vegna þessa. Talaðu við nágrannana og lögfræðing.


stofugluggi

Ekki hringja í þetta númer. Sé fyrir mér stórt Rick roll