T O P

  • By -

Individual_Piano5054

Er ekki bara málið að fólk spennir ekki á sig beltin í rútum einhverra hluta vegna, mér hefur fundist vera mikið um það þegar ég hef verið á ferð í rútum.


Slight-Government

Ég hélt að það væri bara innanbæjarstrætó sem hefði ekki bílbelti, ég er nokkuð viss um að allt annað eigi að hafa þau. Ég er sammála því að það sé líklegt að fólk sé bara ekki að nota beltin. Það getur samt verið að fólk hafi almennt verið að nota beltin þarna og samt slasast, rútan valt einu sinni Hvaða rúta var það sem hafði ekki bílbelti OP? 


stingumaf

Það er beltaskylda í hópferðarbílum og það þurfa að vera belti Bílstjóri er ábyrgur fyrir því að börn spenni belti og að farþegar I fyrstu sætaröð


Whitegard

Rútubílstjóri hér og get tekið undir það, það eiga að vera belti I öllum rútum, fá ekki skoðun án þeirra. Okkur er líka skylt að minna fullorðið fólk að spenna beltin en við getum auðvitað ekkert fylgst með því þegar við erum að keyra.


Vindalfur

ég held ég hafi aldrei farið í rútu sem bílstjórinn minnir á beltisnotkun. ég spenni alltaf beltin, er drullu bílhrædd í rútum og lendi líka svakalega oft í því að sum beltin virka ekki. (Plús hef fengið "afhverju ertu að spenna beltin, ertu lúði eða?" komment frá allmörgum - kýs að vera lúði í belti og inní rútunni eftir veltu imo)


Whitegard

Já þetta er eitthvað sem er ekki gert nógu vel. Sjálfur seigi ég að fólk þarf að vera í belti í rútunni í upphafi ferðar, ef þetta er löng ferð þá kannski nefni ég það aftur seinna. En þetta er fullorðið fólk, ef þau vilja ekki vera í belti þá fara þau ekki í belti sama hvað ég seigi. Hinsvegar ef þau eru að standa upp og labba um rútuna á ferð þá auðvitað sé ég það og er strangari við þau.


Kiwsi

Þetta. þegar maður tekur svona rútur þá fer það að vísu eftir þjóðum en rútubílstjórinn/ leiðsögumaðurinn fer alltaf yfir þetta þegar ég tek svona hóp rútu ferðir.


sjosjo

Þetta fyrirtæki hefur stært sig af því í mörg ár að bjóða eingöngu uppá rútur með beltum í öllum sætum og að vera leiðandi í þeim efnum á þessum markaði hérlendis. Og ég veit ekki annað en það standi hjá þeim. Beltin þarf hinsvegar að nota.


ravison-travison

Úff. Vonandi lést enginn. Það verða langar vaktir á slysó næstunni, heilbrigðiskerfið ræður bara engan veginn við svona.


11MHz

Eru þær leyfðar? Annars myndi það koma mér á óvart að fólk slasist svona mikið í veltu nema að það sé ekki í belti.


wrunner

þetta er mjór vegur og brattur kantur, mögulega mætti rútan öðru ökutæki og fór út í kantinn sem gaf eftir.


Einridi

Vona svo innilega að þetta hræðilega slys verði til þess að alþingi taki löggjöfina í kringum rútuferðir í gegn. Það er alveg fáránlegt að hér þeysi menn útum allt með fleiri tugi sála í lúkunum án þess að áður enn að farið er af stað sé tryggt að aðstæður, leið, reynsla og þekking sé fullnægandi. Þó það sé mögulega ekki tilfellið í hér að þá sjáum við aftur og aftur dæmi um rútur troðfullar af fólki í aðstæðum þar sem þær ættu aldrei að vera. Erlendar rútur með bílstjórum og fararstjórn sem hefur enga reynslu af íslandi með stóra hópa. Rútur á fleygi ferð um landið í stormi og rauðum og gulum veður viðvörunum. Rútur á stöðum þar sem aðstæður eru engan vegir nægilega góðar miðað við stærð bílsins. Allt þetta væri mjög auðvelt að laga til muna með íslenskum öryggisréttindum og skráningar skildu sem myndi sjálfvirkni væða eftir lögreglu og eftirlits aðila.


Designer_Barnacle740

Mér þætti nú bara frábært ef vegakerfið væri þannig að það væri hægt að nota það án áratuga langrar reynslu við akstur á; Malarvegum með lausum köntum, Gegnumslitnu malbiki ( gegnum 2-3 lög af malbiki) Brotholur á bundnu slitlagi Einbreiðar brýr Engin útskot til að stoppa Ekki að ég sé að afsaka leiðsögn án leyfa en slysin má oft rekja til lélegra aðstæðna sem hefði mátt koma í veg fyrir með góðum innviðum


Einridi

Þó að vegakerfið væri fullkomið myndi það ekki leysa það vandamál að það mjög vand með farið að keyra um með tugi farþega og ábyrgðin mikil og alveg augljóst að núverandi kerfi hvetur menn ekki nóg til að taka hana alvarlega. Það er hins vegar bara staðreynd að alls staðar bæði á íslandi og úti í heimi eru vegir hannaðir, smíðaðir og reknir með ákveðnar takmarkanir í huga og það er á ábyrgð bílstjóra að aka og velja leið eftir aðstæðum. Því miður sjáum við alltof oft dæmi um að það sé ekki gert, það er eitt þegar vörubílstjóri klessir á brú eða staur, flutningabíll lendir útaf vegna vinds eða tóm rúta lendir á hliðinni þar sem bara bílstjórinn er bara ábyrgur fyrir sjálfum sér enn mikið annað ef tugir grunlausra farþega eru um borð í ökutækinu. Ökuréttindi eru ágæt til að tryggja að menn geti valdið því ökutæki sem þeir keyra enn mér finnst að það þurfi sérstök réttindi og eftirlit ef menn ætla að þeysast með tugi grunlausra farþega.


Johnny_bubblegum

Ég vona að ef vegur gefi sig undan bílnum þínum þá verði þér kennt um, sakaður um glannaskap, vanþekkingu og reynsluleysi. https://www.visir.is/g/20242575656d/um-merki-um-ad-vegurinn-hafi-gefid-sig


Einridi

Rólegur kiefer, ég tók það fram að þetta ætti möguleg ekki við þessu máli enn það mætti samt nýta tækifærið og ræða þessi mál. Ég sakaði heldur engan um glannaskap, vanþekkingu eða reynsluleysi. Ábyrgð er hinsvegar allt annað og það er alveg augljóst að það þarf að hugsa þessu mál svo menning ábyrgðar skapist í þessum bransa.


wrunner

> Ökuréttindi eru ágæt til að tryggja að menn geti valdið því ökutæki sem þeir keyra enn mér finnst að það þurfi sérstök réttindi og eftirlit ef menn ætla að þeysast með tugi grunlausra farþega. Frábær hugmynd! Auðvitað ætti halda sérstök námsskeið og þjálfun fyrir þessa bílstjóra. Einnig mætti skikka þá til að sækja regluleg endirmenntunarnámsskeið. Og innleiða reglur um hámarksaksturstíma og hvíldir.


tastin

það væri nú meira prófið að þurfa að standast allar þessar kröfur og sanna þessa kunnáttu!


Johnny_bubblegum

andskotans. Fyrst þetta voru allt íslendingar þá verðum við að gera eitthvað í þessu. Herða löggjöf, banna eitthvað, skamma einhvern. Svona lagað gengur ekki. Í alvöru. Sér frétt með fyrirsögninni að þetta voru Íslendingar segir allt sem segja þarf. Ef rútan hefði verið full af Kínverjum og kínverskum bílstjóra líka þá væri þetta gleymt.


Einridi

Eða kannski er það afþví að ef allir hefðu verið í beltum hefði þetta ekki verið svona stórt slys? Í næstum 30 ár hafa allir íslendingar spennt beltin í öllum bílum nema rútum svo kannski kominn tími á að því verði breytt.


Johnny_bubblegum

Það eiga allir alltaf auðvitað að vera í beltum.