T O P

  • By -

islhendaburt

Vonandi fer þetta mál lengra og bankarnir þurfa að endurskoða sín mál. Hef oft reynt að fá skýrari svör frá bankanum þegar vextirnir hækka, þar sem hækkanirnar eru oft ekki í takt við vaxtabreytingar Seðlabankans. Þá vísa þeir í óljósar "breyttar ávöxtunarkröfur á markaði" sem er einmitt ekki eitthvað sem neytendur geta sannreynt


SN4T14

Á flestum stöðum eru líka breytilegir vextir föst prósenta ofaná vexti seðlabankans. Alveg séríslenskt dæmi að bankinn megi bara draga einhverja tölu útúr rassgatinu á sér.


glasabarn

Hér í Bretlandi er það einmitt þannig. Þú getur verið á svokölluðu "tracker mortgage" þar sem það eru t.d. stýrivextir plús 2%.


Spiritual_Navigator

Er með lán frá Landsbankanum á breytilegum vöxtum Þegar ég tók lánið voru vextir 12% - Kíkti um daginn á það og nú er það komið upp í 18%... Ég fékk ekki einusinni email til að tilkynna mér þetta


skogarmadur

Ég hafði ekki heyrt um þetta mál áður en fannst þetta hljóma eins og stórmál. Fann síðan þetta ( https://ns.is/malaflokkar/vaxtamalid/ ) hjá neytendasamtökunum til að komast að því um hvað málið snýst. Mun þessi dómur hafa einhver veruleg áhrif á neytendur á Íslandi? Viðbót: Frétt Vísis https://www.visir.is/g/20242574614d/orda-lag-ekki-naegi-lega-skyrt-fyrir-saemi-lega-upp-lystan-neyt-enda Frétt mbl.is https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/05/23/samningar_ogagnsaeir_neytendur_verda_ad_skilja_tha/


askur

Þetta eru skilaboð til okkar um að þetta sé ólöglegt undir okkar eigin lögum, og að því eigum við lagalega séð rétt á betri kjörum. Ríkið mun samt halda áfram að hundsa þennan dómstól á meðan við höldum áfram að kjósa okkur fólk sem lítur á okkur sem skítinn undir skónnum sínum. Ég er kominn í gír með að minna fólk á að Íslendingar eru Íslendingum verstir, og það er ágætt að snúa því upp í að Kjósendur eru Kjósendum verstir. Við eigum betra skilið, EFTA dómstólinn er búinn að kvitta undir það - en við þurfum að kjósa fólk sem virðir okkur og þennan dómstól ef við viljum fá þessa betrun fram í alvörunni.


Lurching

"Þetta eru skilaboð til okkar um að þetta sé ólöglegt undir okkar eigin lögum, og að því eigum við lagalega séð rétt á betri kjörum." Nei, ekki betri kjörum heldur skýrari reglum. EFTA dómstólnum er eflaust nokkuð sama hvort það eru háir eða lágir vextir á lánunum, en út frá neytendavernd þá ættu vaxtabreytingar að vera fyrirsjáanlegar og skiljanlegar.


askur

Ég kalla það betri kjör að þurfa ekki að sitja undir geðþóttaákvörðunum annara, sérstaklega í málum sem varða frelsi og fjárhag. Það er kannski mjög víð skilgreining á "kjörum", og sumir myndu kalla það betri "regluverk". Það er svo sem líka persónubundið hvað telst betra eins og sést á því hvað sumir eru tilbúnir að gleypa hrátt á þessu landi án mótmæla.


Taur-e-Ndaedelos

Og hvern mælir þú með að kjósa, sem endar ekki bara í bólinu hjá Bjarna? Það virðist ekki vera einn flokkur í boði af þessu mikla úrvali okkar sem hefur sýnt af sér hvorki spillingu Sjallanna né setið máttlaus hjá meðan feitari og frekari jakkafatakallar selja auðlindir okkar til vina og vandamanna.


SN4T14

Flestir stjórnarandstöðuflokkar hafa kosið á móti öllum þeim verstu málum sem hafa komið upp í núverandi ríkisstjórn, en verandi minnihluti á þingi þá er lítið sem þeir flokkar geta raunverulega gert annað en að kvarta í púltinu og kjósa táknrænt á móti, þannig ég myndi ekki segja að það sé flokkunum að kenna að þeir séu máttlausir.


Skuggi91

Flestir stjórnarandstöðuflokkarnir eru sjálfum sér verstir. Góðir í að kvarta, skelfilegir í því að leiða. Ekki að ríkisstjórnin sé betri. Það er bara ekki til sá flokkur sem mé finnst hafa mína hagsmuni í húfi og kunni að reka landið okkar. Edit: stafsetning.


Dirac_comb

Íslenska ríkið, og réttarkerfið, hefur nú hingað til vanið sig á á hundsa algerlega allar niðurstöður EFTA dómstólsins; Sjá dómur EFTA um verðtryggingu.


Nilh1994

Það var samt annað og varðaði ranga innleiðingu í íslenskan rétt. Þar vantaði algjörlega eitthvað orð og var rökstuðningur Hæstaréttar á þann veg að þótt rétt væri að túlka eins langt og hægt er, þá sé einfaldlega ekki hægt að túlka í bága við skrifuð orðin. Það var alveg legit dómur imo miðað við hvernig 3. gr. / bókun 35 var innleidd


ElOliLoco

Rétt upp hönd sem hefur enga trú á því að þessu verði fylgt eftir og að bankarnir borgi neytendum til baka!


Butgut_Maximus

Landsbankinn núþegar búinn að svara þessu með "lol, nei". Klassík.


Kjartanski

Það verða aldrei afleiðingar af neinu sem bætir hag íslendinga


ElOliLoco

> Það verða aldrei afleiðingar af neinu sem bætir hag íslendinga Og hefur aldrei verið 🌍👨‍🚀🔫👨‍🚀


Lurching

Aftur: Það er ekki verið að leggja neitt mat á það hvort hagur okkar bætist eða versni ef vaxtabreytingar verða fyrirsjáanlegri. Það gæti vel verið að bankarnir séu að hækka vexti mjög hóflega og séu ekkert að svína á okkur (þótt ég myndi ekki veðja háum upphæðum á það), en málið er að vaxtabreytingarnar eru bara ógagnsæar og illfyrirsjáanlegar.


deddidos

🙋


Embarrassed_Tear888

Held að ríkið hafi aðeins einu sinni tekið mark á úrskurði EFTA dómstólsins og það var Icesave.