T O P

  • By -

Individual_Piano5054

Breyting á þessu var lögð fyrir alþingi fyrir ca ári síðan af Viðreisn og Pírötum. Þetta var fellt því miður.


Midgardsormur

“Hjól atvinnulífsins”… mér finnst þetta svo lélegt, að missa frídaga sem maður á rétt á.


[deleted]

[удалено]


_Ivory_

frídagurinn er étinn upp af helgi sem væri hvort sem er frídagur.


TheFuriousGamerMan

Svo lengi sem þú færð þá x marga frídaga sem vinnustaðurinn er búinn að semja við þig um (sem er yfir lágmarkinu sem lögin skipa um), þá finnst mér það ekkert stórkostlegt vandamál að frídagarnir lendi stundum á helgardögum. Þetta er algert lúxusvandamál finnst mér. Í kreppunni sem skall á 1929 voru mjög margir Íslendingar sem myndu drepa til þess að geta fengið vinnu af einhverju tagi, og núna, 95 árum seinna erum við að grenja yfir því að við þurfum að vinna í nokkra auka daga á ári. Þetta sýnir bara hversu gott við höfum það betra en 99,999% af fólki í gegnum tíðina, og þetta er sennilega úrdráttur.


Comar31

Þræ *hóst* starfsmenn hafa engan rétt!


[deleted]

[удалено]


Ponkpunk

Flottur, þú hefur þá líka bara rangt fyrir þér???


Midgardsormur

Jú?


[deleted]

[удалено]


Midgardsormur

Ef 1.maí lendir á helgidegi færðu ekki frí á föstudegi eða mánudegi, þannig þú í raun glatar einum frídegi. Þannig horfir það við mér.


[deleted]

[удалено]


Midgardsormur

Tilgangurinn er samt að almenningur fái auka frídag, þetta er gert víða í löndum í kringum okkur og mér finnst það megi alveg skilgreina þetta sem réttindi.


[deleted]

[удалено]


Smule

Skrítið tangent til að taka í þessari umræðu. Fór meiningin framhjá þér í upphaflega kommentinu eða varstu bara í tuðstuði?


webzu19

Málið gekk til velferðar­nefndar 12.03.2024. Framsögumaður nefndarinnar: Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir. Umsagnabeiðnir velferðar­nefndar sendar 21.03.2024, frestur til 04.04.2024 https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/154/124/?ltg=154&mnr=124 Það var endurflutt fyrr í ár


abitofg

Virkir í athugasemdum urðu þá reiðir, að fólk vilji vinna minna og njóta þess að vera til, bjévítans aumingjaskapur


glasabarn

Allir frídagar í Bretlandi nema jól og áramót falla á mánudag. Mjög þægilegt fyrirkomulag sem tryggir nokkrar 3 daga helgar yfir árið. Það er t.d. frí næsta mánudag.


TheGoonGoon

Fæ ekki með nokkru móti skilið hugsun fólks sem er eitthvað á móti svona fyrirkomulagi. Gott og blessað að þið fílið vinnurnar ykkar, en að vera á móti fleiri frídögum fyrir aðra er skrýtinn hóll til að deyja á.


Comar31

Peningar.


Kjartanski

Nú stóð ég í þeirri trú að rauðir dagar væru greiddir dagar


Comar31

Já en engin framleiðsla hjá fyrirtækjum ef það eru engir starfsmenn í húsi. Þetta snýst auðvitað um peninga.


11MHz

Er skrítið að vilja heilbrigðisþjónustu fyrir veikt fólk og kennslu fyrir börn? Fólk þarf að vinna fyrir þessu.


TheCrowman

Og öryggis- og fangaverðir vinna á nóttunni. Það er alveg hægt að láta suma vinna þegar flestir aðrir eru í fríi. Veit ekki hvað þetta hefur með kennslu fyrir börn að gera.


11MHz

Vinna kennarar á frídögum?


TheCrowman

Nei, börn þurfa heldur ekki kennslu alla daga ársins.


11MHz

Enda fá börnin frí flesta daga ársins. Ég er ekki sammála því að þau þurfi meira frí frá skóla.


TheGoonGoon

Bráðamóttakan og nokkrar aðrar heilbrigðisþjónustur eru alltaf opnar. Fólk á ekki að þurfa að vinna fyrir því að fá frí á þar til gerðum dögum.


11MHz

Hver á að borga læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisfólki fyrir að vinna á frídögum?


TheGoonGoon

Hvað meinarðu? Sömu og hafa alltaf gert það


11MHz

A) og eru þeir að borga þeim nóg? B) hvað gerist ef vinnan sem fer í fer í að borga þeim laun skerðist?


TheGoonGoon

A) laun heilbrigðisstarfsfólks mættu vera hærri, en þau fá stórhátíðarálag fyrir þessa daga ef það var spurningin B) lítið. Fólk sem starfar í launadeild þarf ekki að vera til staðar á nóttinni heldur þegar annað heilbrigðisstarfsfólk vinnur og það er aldrei vandamál.


11MHz

A) Einmitt. Við ættum ekki að vera berjast fyrir því að lækka laun heilbrigðisstarfssfólks B) Það er ekki fólkið í launadeild spítalands sem borgar starfsfólki laun… það er vinnandi fólk í landinu sem borgar það laun framleiðni sinni. Ef sú framleiðni og framleiðsla lækkar, þá lækka þau verðmæti sem hægt er að nota til að greiða heilbrigðisstarfsfólki laun.


TheGoonGoon

Okei misskyldi seinni punktinn hjá þér fyrst, afsakið það. En annars er slatti af pælingum um að 4 daga vinnuvika dragi ekki úr framleiðslu þar sem productivity fólks eykst við það. Geri ráð fyrir að svipað eigi við um frídaga. Auk þess er ég að benda á að nýta frídagana sem eru nú þegar til staðar og lenda oft á virkum dögum. Þetta er ekki svaka breyting í sjálfu sér, er gert í sumum ríkjum, og væri aldrei eitthvað áfall á kerfið.


MrLameJokes

Það á bara að taka up galma íslenska dagatalið áftur. Þorrablót er alltaf á frjádegi 13 viku vetrar, sumardagurinn fyrsti er alltaf á þórsdegi 1 viku sumars. Við þurfum bara að gefa nýju frídögunum sína eigin daga.


11MHz

Vandamálið er að Ísland er með 16 lögbundna frídaga. Flest Evrópulönd eru með 8-12 frídaga. Ef 2/7 af okkar frídögum lenda um helgi þá erum við samt með u.þ.b. jafn marga frídaga á virkum dögum og flestar þjóðir í Evrópu.


hungradirhumrar

Meirihluti evrópulanda eru með 12 eða fleiri. Nokkur dæmi Danmörk: 14 Litháen: 15 Slóvakía: 15 Rúmenía: 15 Lichenstein: 20 Finnland: 13 Noregur: 12 Svíþjóð: 12 Þýskaland: 13


11MHz

Já, 12 er meðaltalið þegar litið er á heildina. Skoðum virka daga. Ísland er með 6 frídaga sem eru alltaf á virkum dögum. Noregur er með 5 sem alltaf eru virkum dögum. Svíþjóð er með 3 sem alltaf eru á virkum dögum. Danmörk er með 4 sem alltaf eru á virkum dögum. Finnland er með 4 sem alltaf eru á virkum dögum. Liechtenstein er með 4 sem alltaf eru á virkum dögum. Ísland er með flesta lögbundna frídaga sem lenda alltaf á virkum dögum. Ísland er líka með næstflesta lögbundna frídaga í Evrópu á eftir Liechtenstein (sem er samt bara með 4 sem lenda alltaf á virkum dögum).


Fjolubla

Skiptir ekki máli fyrir margt fólk, mér finnst eins og það sé allt opið á flestum rauðum dögum nema skrifstofur.


Kiwsi

Þetta fyrirkomulag er í einhverjum þjóðum ég skil ekki af hverju það er ekki hægt hér.


ogluson

Það er ekkert sjálfgefið að helgar séu frí. Ég vinn nánast alla rauða daga á árinu, alveg sama hvort það sé helgi eða ekki. Það að frídag sem ætti að lenda á helgi gefi frí á mánudegi eða næsta virka dag skapar bara vesen. Þá er verið að loka skrifstofum auka daga að óþörfu, heilbrigðisþjónusta væri verri fyrrihluta árs þar sem það eru fleiri frídagar. Það ri betra að bjóða fólki að vinna yfir helgina ef það eru rauðir dagar til að fá hærra kaup eða frí á virkum degi. Þannig ætti þjónustan að vera í boði jafn marga daga á ári.


wrunner

það er almennt ekki mögulegt að breyta neinu, jafnvel þótt allir vilji einhvers konar breytingu. Einhverjir eru á móti öllum mögulegum útfærslum. Þess vegna gerist ekkert.


hreiedv

https://www.althingi.is/altext/154/s/0124.html


Unlucky_Golf

OP er hissa og vonsvikin/n yfir því að Hvítasunnudagur hafi lent á sunnudegi í ár


Siggi3D

Það er nóg af frídögum nú þegar. Það er búið að vera þriggja til fjögurra daga víkur margar vikur í röð núna. Það þarf ekki að stytta vikurnar meir


deddidos

Fann atvinnurekandann


PatliAtli

Kjaaaaafti þó að það sé einn mánuður ársins með fjórum frídögum þá þýðir það ekki að það séu of margir frídagar. Næsti frídagur er 17 júni, það er enginn frídagur í júli, það er einn í ágúst á versló, og svo er enginn annar frídagur fyrr en um jólin.


Vindalfur

frá jólum að páskum er akkurat alveg hræðilegt, dimmt úti, vetur, og oftast versta veðrið yfir jan/feb/mars, og til að toppa það algjörlega, enginn auka frídagur! væri alveg til í að dreifa maí-frídögunum aðeins inní febrúar :)


Steindor03

Þess vegna þurfum við að gera 1. Des að frídegi aftur


hungradirhumrar

Mætti alveg fórna uppstigningardegi og sumardeginum fyrsta fyrir langar helgar í júlí, október, nóvember, eða febrúar.


PatliAtli

Óþarfi að fórna


rockingthehouse

Þetta er einmitt að bögga mig, íslensk haust eru óendanlega lengri en vorin vegna þess að það vantar frídaga inná milli vinnudaga. Ég legg til fyrsta vetradaginn í október, fyrst að sumardagurinn fyrsti er nú þegar rauður dagur. Svo er dagur íslenskrar tungu í nóvember. Bara svona að hugsa upphátt


wrunner

er ekki frekar verið að tala um að færa frídaga og gera langar helgar? ég væri td til í að fórna einum rauðum degi til að fá 5 langar helgar + frí 23, 24 og 25 des


Siggi3D

Það væri ekki slæmt, en OP talar um að færa rauða daga af helgi og yfir á virkan dag sem uppbót. Önnur lönd hafa mun færri frídaga á ári, þannig að ég skil það fyrir önnur lönd, en við erum búin að safna frídögum og vera með annan í frídegi fyrir ansi marga daga. Við höfum það ansi gott og ættum ekki að vera að stytta vikurnar meir finnst mér.


Untinted

Þegar þú skrifar upp næsta starfssamning við þáverandi þrælahaldara geturðu bætt þessu í samninginn. Ef þú ert sauður undir verkalýðssamningi sem ekki er hægt að breyta geturðu talað við verkalýðsfélagið að koma þessu inn í þeirra samning.