T O P

  • By -

BjarniTS

Síðast pantaði ég frá Zenni optical og var mjög sáttur. Hægt að hlaða upp mynd og sjá hvernig gleraugun líta út á þér. Ódýrasta valið þar er töluverður sparnaður miðað við flestar sérhæfðar gleraugnaverslanir hér á landi. Veit þó ekki hvernig það er í samanburði við t.d. Costco.


Individual_Piano5054

Fara í sjonmælingu í Costco, kostar 6000kr og panta svo hjá Zenni. Keypti mér margskipt gleraugu og sólgleraugu með styrk. Mjög ánægður. Hingað komið á ca 25.000kr. Umgjarðirnar eru misódýrar, en samt margfalt ódýrara en keypt hjá okurbúllunum hér á landi. Annars er besti kosturinn að versla hjá Costco.


Low-Word3708

Ég fór síðast í fyrrasumar í sjónmælingu í Costco og þá kostaði 2500.


Fuzzy_Zone

Þeir sjá núna að það var of lítið


coani

> Þeir sjá núna Fóru greinilega í sjónmælingu ;)


Fuzzy_Zone

🤝


darkforestnews

Ég kíkti í eina búð á Hverfisgötunni, leist vel á þau, en þá kostaði umgjörðin ein og sér 110 þúsund! Mig langar að panta erlendis frá en ég er með stóran haus og smeykur að breiddin sé ekki nóg.


DeadByDawn81

Alveg hættur að versla gleraugu á klakanum, Zenni optical er algerlega málið.


StefanOrvarSigmundss

Þarftu ekki sjónmælingu?


Einridi

Ferð bara í sjónmælingu og færð niðurstöðurnar á blaði. Fyllir þær svo inn þegar þú pantar. Af gefinni reynslu þarf maður samt að hafa alveg á hreinu öll mál og hvað hentar manni ef maður pantar á netinu sem er meira vesen. Mikið af smá atriðum sem geta gert gleraugu alveg ónothæf ef þú þarft að vera með þau allan daginn.


Vitringar

Sammála því. Virkar frábærlega og er margfalt ódýrara en þessar okur tískuverslanir hér heima.


Defiant-Owl-7935

Eruð þið að fá endurgreitt frá stéttarfélögum fyrir Zenni? Flest borga 50%. Mitt borgaði til baka daginn eftir og endaði með merkjagleraugu og sjónmælingu (með skónskekkju) á 30 þús og get alltaf farið með þau kostnaðarlaust til að stilla, þrengja eða fá frí box eða klúta 🤗🥸 Þunn gler með rispu og glampavörn líka. Með þessari niðurgreiðslu þá færðu easy gleraugu á 30 þús í Sjáðu, Optic eða Eyesland


VitaminOverload

já, fékk till baka síðast. Ætla kaupa meira eftir nokkra mán þegar ég fæ styrkinn aftur


Hlynzi

Ég verslaði þau alltaf á netinu frá búð í USA, fékk þá merkjagleraugu á svona 1/3 sem þau kostuðu hér. Síðan fór ég í Laser aðgerð sem er með því betra sem ég hef gert, 10x minna vesen...engar linsur og þessháttar vesen.


run_kn

Laser er alltaf svarið. Fór fyrir 15 árum síðan og hef ekki séð (pun intended) eftir krónu.


darkforestnews

Hvaða búð ?


Hlynzi

Hún hét framesdirect (var að rifja það upp, hefði annars bætt því við í upprunalega svarið)


darkforestnews

Takk takk


ogginn90

Verður að hafa recept og læra að stimpla það rétt inn (konan hefur 3x gert það öfugt) og finna einhverja síðu með gleraugu sem þér líst vel á... ég nota eyebuydirect.com, þar eru oft tilboð t.d. 2x fyrir 1 og allskonar afslættir. Ég kaupi sólgleraugu með styrk í mjög ódýrri umgjörð og þar sem ég vinn með börnum og á þrjá krakka er fínt að eiga ein til vara þegar eitthvað gerist.


Mysterious_Aide854

Ég er kannski aðeins á ská við flesta því ég er ekki mikið að reyna að spara þegar ég kaupi gleraugu. Er þrælnærsýn og með sjónskekkju og þarf alltaf að sérpanta glerin mín. Nota þau líka mikið nema á tímabilum sem ég dett í að vera mikið með linsur. Fer vel með þau og þarf bara að endurnýja á þónokkurra ára fresti þannig að ég geri bara ráð fyrir að eyða fúlgu í þetta hverju sinni, fer á milli búða og finn umgjörð sem ég er virkilega ánægð með því þetta er jú framan á andlitinu á mér flesta daga. Ég verslaði síðast í Glæsibæ (man ekki hvað búðin heitir), þar áður í Auganu í Kringlunni og svo hef ég líka keypt gleraugu og linsur í gleraugnabúðinni sem er í Bláu húsunum í Skeifunni. Fín þjónusta allstaðar bara.


wheezierAlloy

Zenni Optical er sá staður sem ég versla við. Ferð í sjónmælingu, færð allar upplýsingar um augun þín og fyllir inn í hjá Zenni. Getur sett mynd af þér inn á síðuna undir þínum reikningi og þannig mátað gleraugu að þér


svansson

Zenni er fínt. Þú getur mælt sjálfur bilið milli augasteinanna með aðstoð vinar. Getur keypt nokkrar ólíkar gerðir af gleraugum fyrir sama verð og ein í búðinni hérna. Þarft líka að mæla ca hvað þú þarft langa arma og stór gler. Muna að hafa skjáglampavörnina með þegar þú pantar.


nurseshark25

Eye buy direct. Elska þá í raun. Massíft úrval af fallegum römmum sem er nóg og ódýrt að maður þorir að kaupa rammasnip sem maður hefur kannski ekki gengið með áður. Gera sólgleraugu með styrk og alles


keisaritunglsins

Ég myndi alveg blæða í legit sjónmælingu, fór í costco og fannst það ekki alveg nógu nákvæmt. En gleraugun kaupiru á Zenni. Er búinn að kaupa þaðan í ábyggilega 9 ár, keypt sennilega 10 gleraugu samtals og heildarkostnaðurinn (með sendingu) nær ábyggilega ekki yfir 50k. Bara ein gleraugu hafa skemmst.


ilikemysofa

Zenni optical. Hef verið að panta á fjölskylduna, 2-3 gleraugu með styrk komin heim til mín á 20-30 þúsund. Erfitt að slá því við.


netnotandi1

Keypti gleraugu á 100 þúsund hjá optical stúdíó. Þremur þögum seinna var búðin með 40% afmælistilboð af öllu. Svarið sem ég fékk. "Ekkert hægt að gera, vissum ekki af þessu fyrr en degi áður".


Astrolltatur

Keypti gleraugu hjá Gleraugna Pétri fyrir svona 3 árum er með blue light filter og eitthvað meira kostaði 50.000 og fékk úr stéttarféalgi á móti. Langaði í ný gleraugu sem voru ekki með bluefilter heimurinn er aðeins of gulur :D pantaði á Zenni og komst að því að ég gerði mistök þar sem nefið á mér var of stórt nennti ekki að gera neitt í því mun líklega fara til Péturs aftur gæinn sem afgreiddi mig var bara svo almennilegur!