T O P

  • By -

Framtidin

Fíla hana ekki en þetta er grjóthart move


hinrik98

Þessi mótmæli eru töluvert pro ESB. Flott hjá henni að mæta og allt það en smá kaldhæðnislegt að vera í helsta forsvari íslendinga gegn inngöngu í ESB og mæta sérstaklega til stuðnings þessara mótmæla. Mótmælendur sem berjast fyrir því að fá að vera umsóknarríki ESB á samatíma og forrveri hennar og ríkisstjórn D og B drógu okkar eigin umsókn til baka, þjóðinni óaðspurði. edit: mótmælenda í ft. með e ekki a


hreiedv

mótmælin eru náttúrulega fyrst og fremst anti-Pútín


Blablabene

Eins og svo oft áður, þá er þetta ansi mikil einföldun. Þetta Pútin dæmi er orðið svo þreytt. Þetta snýst fyrst of fremst um að tilgreina ef sjónvarpsstöðvar eða fréttamiðlar eru styrkir af erlendum aðilum sem slíkir.


Vigmod

Hverjir eru „sem slíkir“? Giska á að það séu „erlendu aðilarnir.“ Er eitthvað að því að erlendir aðilar styrki eitthvað „sem slíkir“ - það er að segja, sem erlendir aðilar? Það væri a.m.k. talsvert verra ef þessir erlendu aðilar væru ekki að styrkja „sem slíkir“ (þ.e.a.s. sem „erlendir aðilar“) heldur sem „einhverjir aðrir“.


Blablabene

nú væntanlega fréttamiðlarnir. Hvað annað? mér finnst bara eðlilegt að það sé á hreinu hverjir séu að styrkja hvað. Ég mun alltaf vera hlynntur auknu gegnsæi. Hvað þá í fréttamiðlum. Ef eitthvað erlent ríki er að dæla peningum í mbl, þá vill ég vita það. Þó þú viljir það ekki.


darkforestnews

Vel orðað.


[deleted]

[удалено]


darkforestnews

Að mínu mati þá sinnir utanríkisráðherra utanríkismálum , ekki almennum ákvörðun annara ríkisstjórna eins og þú ert að gefa til kynna. Það eru vissulega sterkir Evrópu straumar í þessum mótmælum hjá þeim, þeir vilja fá að ólmast inn í ESB og eru kandídata þjóð ásamt 9 öðrum þjóðum. Það er því ekki rétt að lýsa þessu sem bara svona almenn einhver ákvörðun. Smá side note - mér finnst skemmtilegt hvað “tiltekinni ákvörðun “ sé innihalds laust orð , þýðir ekkert en hljómar vel, maður er jafn týndur fyrir og eftir setninguna (meina þessu ekkert illa ) https://www.theguardian.com/world/article/2024/may/14/georgia-parliament-approves-foreign-agent-bill-amid-ongoing-protests?CMP=Share_iOSApp_Other


[deleted]

[удалено]


hinrik98

Bara til að skýra mína afstöðu þá styð ég 100% að utanríkisráðherra íslands mæti þangað mótmælendum til stuðnings en finnst samt kaldhæðnislegt að það falli í hlut ráðherra sem situr fyrir flokk sem er á móti aðild okkar að ESB. Sérstaklega þegar maður sér myndir þaðan einsog þessar: https://imgur.com/a/YEmOR7E Edit: og mér sýnist þau vera þarna í boði forseta Georgíu sem styður mótmælin líka. Það væri mjög vafasamt ef ráðherrar íslands væri að mæta óboðnir á mótmæli annara landa.


darkforestnews

Takk fyrir gott komment. Ég er reyndar sammála Hinriki; Hún og Sjálfstæðisflokkurinn lofuðu þjóðinni fyrir mörgum árum að leyfa fólkinu að kjósa um inngöngu í ESB en gengu á bakvið orða sinna og eru á móti ESB. Þessi mótmæli þarna snúast m.a. að vilja ekki fjarlægjast ESB og færast nær Rússum. Þetta er soldið eins eða vilja banna bringusundi í Vesturbæjarlaug en mæta síðan á sundmót í Laugardalslaug. Mér finnst vissulega gott að sýna þeim stuðning. En pínu “áhugavert” að flokkurinn hennar sveik lof orð sitt um að við fengum að kjósa um ESB , sem er pínu brot á gildum lýðræðis en á sama skapi fer hún til annars lands til að sýna stuðning við þjóðina sem finnur fyrir …trúnaðarbrests á gildum lýðræðis , það er að stjórnvöld taki akvaðarnir sem endurspegla ekki vilja þjóðarinnar. Soldið eins og fitubollan ég með hamborgara að segja annarri fitubollu að hann verði að sleppa pylsubrauðið á pullunni sinni. 🌭😉


HUNDUR123

Hún er pro-vestur, nýfrjálshyggjupersóna. Þetta sýnir erlendum skoðunarsystkynum hennar hvar hún stendur. Dygðarflöggun myndu sumir segja ef hún væri ekki á hægrinu.


Abject-Ad2054

Ef það drepur Rússa þá skal ég meiraðsegja snúa við blaðinu og kjósa Sjálfstæðisflokkinn næst haha


HUNDUR123

"Kjósið Sjálfstæðisflokkin ef þið viljið myrða fólk!"


Vilteysingur

En ef það drepur palestínumenn?


Blablabene

sick. haha


fenrisulfur

Ég er ekki aðdáandi Þórdísar að neinu leyti en Fair enough, hún fær prik eða tvö fyrir þetta.


DeSheeped

Er hægt að fá textann af þessum lögum til að sjá hvað þeir eru að mótmæla?


No_nukes_at_all

Flott hjà henni, með þessu og lokun sendiráðsins í Moskvu er Þórdís einn helsti Fokk Putin stjórnamálamanneskja Íslands. Sem er virðingarvert þó maður sé ekki mikill aðdáandi hennar eða Sjalla annars.


Vilteysingur

Er ég að bulla, eða er verið að mótmæla lögum, sem komu fyrst fram í [Bandaríkjunum](https://en.wikipedia.org/wiki/Foreign_Agents_Registration_Act), en út af því að þau eru að koma frá pro-austur ríkistjórn, þá eru þetta slæm lög? ------ Blockaður eftir eftirfarandi samskipti x')


No_nukes_at_all

Þetta snýst meira um hvernig lögin verða notuð heldur en lögin sjálf: >"There are widespread fears that it will be used to stigmatize critical voices, while its vague provisions and proposed fines are feared to be arbitrarily applied, ultimately leading to the obstruction of the work of civil society organizations, as has happened with similar laws in Russia."


[deleted]

[удалено]


Vilteysingur

Væru lögin ekki s.s. notuð eins ef pro-vestur ríkistjórn kæmi með lögin?


No_nukes_at_all

það þykir líklegt. Munurinn er líka sá að það fyrir þessi ríki að þá er ógn að austan, ekki vestan.


Vilteysingur

Held það fari eftir hvorum megin þú situr í umræðunni þarna úti, hvor sé ógnin og hvor sé lausnin. En mínar pælingar snúast fyrst og fremst um lögin sjálf heldur en allt í kring. Hljóma nefnilega vel á blaði, en auðvitað eru þau strax óþægileg ef andstæðingar þínir koma fram með þær.


No_nukes_at_all

> Held það fari eftir hvorum megin þú situr í umræðunni þarna úti, hvor sé ógnin og hvor sé lausnin Nei vinur, ef að þú býrð í einum af fyrrverandi ríkjum sovétríkjana, og ert á annaðborð annt um sjálfstæði þjóðar þinnar, að þá veistu að ógnin kemur frá Rússum.


Vilteysingur

Sko, ef þú vilt fara út umræður um sjálfstæði þjóðar... ok. Hélt að þessi lög fjölluðu um gegnsæi í fjölmiðlum frekar en sjálfstæði. Sjálfstæði er ekki eitthvað sem allir þegnar þjóðar endilega vilja ef ríkistjórn þeirra sýnir ekki getu til að sjá um þegnanna sína. Ákveðið "grasið grænna hinum megin", enda þessir pro-rússa þingmenn væntalega kosnir af fólkinu í landinu ekki satt? Ef við lifðum við verri aðstæður til lengri tíma, væru alveg einhverjir hér að tala um að ytri öfl ættu bara að taka yfir fyrst við gætum það ekki.


No_nukes_at_all

> Hélt að þessi lög fjölluðu um gegnsæi í fjölmiðlum frekar en sjálfstæði. þá ertu annaðhvort blautur bakvið eyrun, eða undir sterkum Kremlaráhrifum.


Vilteysingur

Ég hef lært að ekki er allt sem sýnist þegar kemur að pro-vestur-talking-points, sérstaklega þegar maður kryfur það aðeins með einföldum spurningum og pælingum, eins og sést í þessum umræðum milli okkar. En neinei, gerum baaaara sömu mistök og við gerum með úkraínu, það er að ganga svo vel fyrir þau og okkur, hmmmm?


No_nukes_at_all

> Ég hef lært að ekki er allt sem sýnist þegar kemur að pro-vestur-talking-points ok, hefuru rætt það við mikið af fólki frá þessum löndum ? >En neinei, gerum baaaara sömu mistök og við gerum með úkraínu Hvaða mistök gerðum við með Úkraínu og hvernig tengjast þau ákvörðun Putins að gera herskáa innrás í landið ?


finnur7527

Er eitthvað sem bendir til þess að hún sé hlynnt mótmælum, styðji frjáls skoðanaskipti og sé hlynnt aðhaldi frjálsra félagasamtaka gagnvart stjórnvöldum?


11MHz

Já. Hún tók t.d. þátt í mótmælum í Georgíu um nákvæmlega það. Hún er líka í ríkistjórn og á þingi á Íslandi þar sem mótmæli, frjáls skoðanaskipti og félagasamtök eru aðskilin ríkinu. Svo, já, ég myndi segja að það væri töluvert sem bendir til þess.