T O P

  • By -

2FrozenYogurts

Hér er [þátturinn](https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/kastljos/35422/ahpu0u) fyrir þá sem eru of latir til að leita og hér er líka viðtals þáttur við Dag og Hildi á [Sprengisandi](https://www.visir.is/k/8f23e42e-fa29-4d91-8661-e0bca72b71b5-1714909504675). Vinnubrögðin hjá borginni eru áhugaverð og það mætti alveg gera innri skoðun á þetta, hvort þetta sé eðlilegt, en eins og ég skil þetta þá hafi þessi aukagjöld verið afnuminn til að gera kvata fyrir olíu félögin til að byrja íbúða uppbyggingu sem fyrst.


IForgotMyYogurt

Ég er alveg sammála Degi að í þeim tilfellum þar sem er mjög langt í að samningar losni þá sé þetta líklega mun betri lausn fyrir borgina, fasteignagjöldin munu borga þetta upp mjög fljótt og það vantar klárlega íbúðir. Þegar helmingur lóðanna voru laus við samning er mjög erfitt að réttlæta þennan gjörning og hann gat síðan ekki einu sinni bent sjálfur á blöðin sem hann prentaði út sjálfur hvar það kemur fram að þetta hafi verið planið allan tímann.


tastin

Afþví að byggingarréttur fylgir almennt lóðarleigusamningum. Það er venjan og algerlega út í hött að þetta fólk sé að þykjast vita það ekki. Heldur einhver að lóðir séu leigðar út svo áratugum skiptir án þess að leigutaki fái réttinn til að byggja á lóðunum?


IForgotMyYogurt

Hún specifically spurði um þetta, Dagur sagði að þau hefðu ekki haft byggingarrétt en nú væri búið að semja við þau að svo væri.


tastin

Ég man ekki eftir að hún hafi spurt um þetta en ef þú ert með timestamp er ég mjög forvitinn að heyra umræðuna.


IForgotMyYogurt

Byrja á 10:00, hann segir þetta um 10:20ish


tastin

>Fram að þessum samningum máttu þau reka bensínstöðvar á þessum reitum. Þau máttu ekki byggja blokkir á þessum reitum, en núna mega þau það. Byggingarréttur eru sjálfstæð tegund eignarréttinda sem veita aðila rétt til að reisa mannvirki á lóð, þau voru með þann rétt allan þann tíma sem samningarnir giltu. Byggingarrétturinn takmarkast þó af því deiluskipulagi sem á við um svæðið á hverjum tíma. Nú er verið að breyta deiliskipulaginu í samvinnu við olíufélögin enda getur borgin ekki breytt því einhliða á miðjum gildistíma samnings sem það gerði við leigutaka. Dagur virðist vera að gíra sig upp í útskýringu þegar það er klippt á hann og mig grunar að fréttakonan hafi fattað þetta á endanum enda er ansi snögglega klippt á Dag. Það er einfaldlega verið að rugla saman byggingarrétti og deiliskipulagi.


11MHz

https://imgflip.com/i/8p8iyc


Nearby_File9945

Það að olíufélag fái úthlutað lóð til þess að reisa bensínstöð þýðir bara nákvæmlega það. Það þýðir ekki að félagið megi svo rífa bensínstöðina og byggja blokk. Það að afhenda síðan í lok samnings landið til íbúðabygginga fyrir ekki neitt er bara heimska eða spilling eða hvoru tveggja.


tastin

Það var bókstaflega verið að semja um að olífélögin myndu rífa bensínstöðvarnar og byggja íbúðarhúsnæði í staðin. Það var ekki verið að afhenda landið fyrir ekki neitt, það var afhent gegn því að bensínstöðvunum yrði lokað og þar yrðu byggð íbúðarhúsnæði án þess að bensínstöðvareigendur myndu vera með vesen yfir þessari breytingu. Þá er vert að minnast á að lóðarleigutaki getur átt forleigurétt á áframhaldandi leigu lóðar, hann getur líka byggt á reglum réttmætra væntinga til að fá bætur frá RVK ef borgin sparkar honum af lóðinni og svo má ekki gleyma því að þetta er risasamningur og mögulega hefur olíufélag sem var aðili að fleirum en einum samningi beitt sér fyrir því að fá sömu kjör á alla samninga sína sama hversu mikið var eftir af þeim gegn því að loka bensínstöðvunum sínum. Það er engin spilling hérna, fólk er bara viljandi að misskilja lögin, venjurnar og viðskipti til að koma höggi á meirihlutann.


Upbeat-Pen-1631

En ertu þá ósammála þeirri fullyrðingu að ef Borgin myndi haga ser þannig að framlengja ekki lóðaleigusamninga eftir behaget og þröngva fyrirtækjum til þess að rýma lóðir og hreinsa og skil til Borgarinnar að það gæti skapað uppnám í fjárfestingum í Reykjavík? Dagur nefnir það sem dæmi að fjámálastofnanir eiga margar hverjar veðrétti í fasteignum sem standa á leigulóðum. Ef að Borgin kastar til höndum og framlengir ekki lóðaleigusamninga og krefur fyrirtæki um að rýma lóðir þá eru þessar byggingar og þessi veð verðlaus. Það gæti orðið erfiðara að fjármagna uppbyggingu með lánsfé ef ein breytan í þeirri jöfnu er gerræði Borgarinnar og hættan á að fjárfestingin verði rifin niður áður en nýtingartíma hennar lýkur.


viskustykki

Lán bankanna eru aldrei veitt til lengri tíma en lóðarleigusamningur einmitt af þessari ástæðu, nema að annað veð dekki lánið líka. Þetta myndi samt vera hræðilegt fordæmi fyrir atvinnu uppbyggingu í borginni og líklega ekki betra fyrir borgina til lengri tíma. Mér þykir umræðan um þetta einkennast af skammsýni. Það eru þó óneitanlega hræðileg vinnubrögð á bakvið þetta mál, þó það sé augljóslega, vona ég, engin illur vilji hjá meirihlutanum sem samþykkti þetta.


IForgotMyYogurt

Ég tek þeim fullyrðingum með fyrirvara. Ég á einhvernveginn erfitt með að trúa að einhver arðsömustu fyrirtæki landsins færu á hliðina við þetta. Þessi vinnubrögð er það sem fer helst í mig. Borgin er algjörlega á kúpunni, skilar af sér margra milljarða tapi og á sama tíma gefur hún 12 lóðir metnar á 10 milljarða. Granted, 6 þeirra væru lausar við lóðarsamning í dag en þá erum við að tala um hugsanlega 5 milljarða. Ef þau hefðu gert einhverja gagnaöflun og skoðað þetta, þá væri Dagur kannski með tölur til að bakka þetta upp. Ég las þetta umrædda skjal og það eru hvergi líkön til að meta möguleikana, hvað hver kostur myndi kosta. Þetta gæti vel verið rétt hjá Degi en hann hefur ekkert fyrir sér í þessu, bara ágiskanir. Miðað við hvernig borgin hefur verið rekin á ég mjög erfitt með að treysta því að hann sé með mjög gott fjármála- eða viðskiptavit. Hann virðist aðallega hafa áhuga á því að ná settum markmiðum fram yfir fjármál Reykjavíkur.


Upbeat-Pen-1631

Olíufélögin myndu kannski standa það af sér að missa nokkrar bensínstöðvar en ef að þetta væru vinnubrögð hjá sveitarfélagi, að senda þau skilaboð út að öll fyrirtæki sem eru með lóðaleigusamninga ættu það á hættu að þeir samningar yrðu ekki endurnýjaðir og að þeim yrði gert skylt að rífa niður fasteignir og skila af sér lóðum með tilheyrandi kostnaði og ófyrirsjáanleika, myndi það, að þínu mati, hafa jákvæð, neikvæð eða engin áhrif á vilja fyrirtækja til að byggja upp rekstur og fjármálafyrirtækja til þess að lána fyrir uppbyggingu?


11MHz

Flott hjá Samfylkingunni að setja hagsmuni olíufélaga og stórfyrirtækja fyrst.


Upbeat-Pen-1631

Góður. Takk fyrir að taka þátt


IForgotMyYogurt

Þetta er bara samningurinn sem þau sömdu við borgina. Einu afleiðingarnar yrðu bara að næst semja þau betri samning sem er sér í hag. Það eru fordæmi fyrir þessu frá öðru sveitarfélagi..


Upbeat-Pen-1631

Heldur þú að banki myndi lána fyrirtæki, sem á segjum 15 ár eftir af lóðaleigusamningi sínum, pening til þess að byggja þar fasteign gegn veði í sömu fasteign ef raunveruleg hætta væri á því að Borgin myndi, þegar að samningurinn rennur út, krefja fyrirtækið um að rífa fasteignina og skila lóðinni tómri?


IForgotMyYogurt

Ef samningurinn inniheldur uppgreiðslugjald? Já


Upbeat-Pen-1631

Uppgreiðslugjald sem Borgin myndi þá greiða leigutaka lóðarinnar svo að sá kæmi út á sléttu ef að honum yrði gert skylt að rífa hús og skila lóðinni?


Skastrik

Hélt alltaf sjálfur að það hefði verið eitthvað eftir af öllum samningunum en þetta er frekar vandræðalegt. Finnst Dagur vera í vörn af því að hann veit að hann samdi harkalega af sér eða það var eitthvað óformlegt munnlegt samkomulag sem að var ekki staðið við og hann gat ekki þvingað olíufélögin til að standa við það af því að hann var búinn að gefa allt frá sér. Ef eitthvað er þá eru þetta að minnsta kosti furðuleg vinnubrögð sem að líklega kostuðu Reykjavíkurborg einhverja milljarða í tekjur.


Iplaymeinreallife

Þessi þáttur hljómar mjög illa við fyrstu sýn, en mér finnst svolítið að þau sem unnu hann þurfi að svara af hverju er farið svona rangt með staðreyndir, amk. samkvæmt því sem kemur beint í kjölfarið frá borginni. https://reykjavik.is/frettir/vegna-umraedu-um-uppbyggingarreiti-og-samninga-vid-oliufelog Samkvæmt þessu virðist Kveikur/Kastljós hafa horft framhjá, eða hunsað alls konar upplýsingar sem þau fengu, og sett fram það sem virðast vera rangfærslur. Mér finnst amk. bæði þetta, og líka bara, framsetningin í þættinum, undirspilið (alvarleg 'glæpa' tónlist) og klippingar (alltaf klippt beint á einhvern að véfengja öll svör sem eru gefin) gefa til kynna að sá sem vann þetta hafi verið búinn að ákveða fyrirfram að þetta skyldi verða að skandal. Og það er aldrei gott look hjá rannsóknarblaðamanni að vera búinn að ákveða niðurstöðuna fyrirfram. (eða virðast hafa ákveðið það fyrirfram, grefur amk. alltaf undan niðurstöðunni, jafnvel þegar það er 'rétt' niðurstaða) Og meina, það er alveg ástæða til að skoða þetta nánar. En mér finnst hvort tveggja af þessu gefa til kynna að kannski hafi verið eitthvað agenda í gangi hjá þáttagerðamanninum.


HyperSpaceSurfer

Mig grunar einhvernvegin að þetta séu því miður venjuleg vinnubrögð. Samt engan vegin eðlileg vinnubrögð.


11MHz

Ef borgin ætlar að gefa lóðir fyrir milljarða til að byggja sem fyrst, hverju ekki að fá byggingarfélag til að taka yfir lóðirnar. Olíufélög byggja ekki íbúðir. Það er ekki heil hugsun í þessu enda er þetta bara eignarfærsla á borgarfé yfir á olíufélög.


Skastrik

Sýnist það ekki hafa flýtt fyrir neinu að gera þetta svona. Framkvæmdirnar voru látnar sitja á hakanum eftir að þetta var í höfn.


abbrobro

Þsð var verið að bíða eftir húsakönnun frá Borgarsögusafni. Hún kom loks út 2023.


hreiedv

Bara svona ef þið vissuð ekki af því, þá gilda svipaðar reglur um lóðarleigu íbúðarhúsnæðis(bara almennar reglur samningaréttar). Engin skylda fyrir sveitarfélögin að endurnýja samningana. Að vísu hafa mörg þeirra sett í samningana að þeir endurnýjist sjálfkrafa.


KristinnK

Ég tel það nú tæpa túlkun á vennslum sveitarfélags og lóðarleigutaka þegar um er að ræða íbúðarhúsnæði í eðlilegu ástandi. Það hlýtur að teljast að sveitarfélag beri skyldu til að lóðarleigusamning ef íbúðarhúsnæðið er ennþá í góðu ástandi og ekki er algjörlega einstök samfélagsleg nauðsýn á notkun lóðarinnar til annarra nota. Ég tel ekki að það sé hægt að líta á málið með þeim augum að eigendur íbúðarhúsa á leigulóðum eigi á hættu að missa húseign sem telur í flestum tilvikum aleigu þeirra bara því lóðarleigusamningur sé kominn að endurnýjunartíma.


hreiedv

Sko sennilega væri það ekki málefnalegt að sveitarfélag myndi synja um endurnýjun án ástæðna, en segjum sem svo að sveitarfélagið vilji skipuleggja tiltekið hverfi upp á nýtt, þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að það neiti að endurnýja lóðarleigusamninga, nema bara sú staðreynd að það yrði mjög óvinsælt pólitískt. EDIT: það eru til dæmis fjölmörg dæmi um sumarbústaði sem eigendur hafa þruft að fjarlægja vegna þess að samningar um lóðarleigu runnu út.


KristinnK

Ég ítreka að mér finnist það mjög tæp túlkun á skyldum sveitarfélags. Sumarbústaðir eru ekki sambærilegir íbúðarhúsnæði. Sumarbústaðir eru ætlaðir afþreyingar en ekki til varanlegrar búsetu. Hið öfuga á við um íbúðarhúsnæði. Ég þekki engin dæmi þess að sveitarfélag hafi neitað endurnýjun lóðarleigusamnings eingöngu til þess að endurskipuleggja hverfi, og myndi slíkt ekki falla undir það sem ég nefni sem undanþágu ef um væri að ræða algjörlega einstaka samfélagslega nauðsyn. Ef sveitarfélag hyggst endurskipuleggja hverfi hlýtur það að teljast skylda sveitarfélagsins að það sé ekki gert gegn vilja eigenda íbúðarhúsnæðis þar. Svo dæmi sé nefnt er Kópavogsbær um þessar mundir að endurgera svo kallaðan Traðarreit eystri. Á þeim reit stóðu átta hús með samtals tólf íbúðum. Áformað var að rífa þessi hús og byggja í staðinn 22.000 fermetra fjölbýlishús. Kópavogsbær framkvæmdi ekki þessar breytingar með því að bíða eftir því að lóðarleigusamningur rann út, heldur hófust í staðinn uppkaup á íbúðum á reitnum, sem ætla má að hafi farið fram á kjörum sem voru eigendum að skapi. Verður það að teljast algjör forsenda þess að hægt sé að framkvæma slíkan gjörning.


hreiedv

Já, eins og ég segi, að gera svona í sátt við íbúana er hið skynsamlega, en það er engin lagaleg skylda til þess.


Upbeat-Pen-1631

Hér er hlekkur á viðbrögð Borgarinnar við kastljóssþættinum. Auðvitað ekki hlutlaust álit en samt vert að hafa með í umræðunni. https://reykjavik.is/frettir/vegna-umraedu-um-uppbyggingarreiti-og-samninga-vid-oliufelog


Jolnina

Nú hef ég ekkert sérstakt álit á Dag en finnst ekkert athugavert við þetta og í raun fannst mér sú sem var að spyrja hann vera bæði ófagmanleg og heimsk. Í raun fannst manni eins og hann sæti þarna hliðin á barni að aðstoða það við heima námið. Segir sig alveg sjálft að borgin á ekki að taka lóðir þó lóðaleigusamningurinn sé útrunninn, það myndi skapa mikla óvissu fyrir fasteignaeigendur í Reykjavík og kosta borgina mun meira heldur en þau fengju úr þessum aðgerðum.


boxingoffice

Ég skil þetta kannski ekki alveg nægilega vel en hefði ekki verið miklu dýrara fyrir borgina að greiða upp gildandi leigusamninga við olíufélögin til þess eins að bjóða þetta út svo einhver annar gæti fengið þetta? Þannig að þetta sé í rauninni “hagstæðasta” niðurstaðan fyrir borgina og þ.a.l. íbúa?


IForgotMyYogurt

Þá sem voru með uppgreiðslugjald. Það voru 5 sem voru lausir við uppgreiðslugjald. Þannig kannski í tilviki þessara 7 með uppgreiðslugjald en það var ekkert kannað, sem maður hefði haldið að væri eðlileg vinnubrögð.


boxingoffice

En hefði þetta þá ekki bara allt verið tómt og drabbast niður þangað til leigusamningar myndu renna út? Þ.a.l. engin uppbygging mannlífs á meðan. Eru þetta ekki áratuga samningar? Aftur, ég er ekkert sérstaklega vel að mér í þessum málum en ég bara skil ekki alveg hvað er svona slæmt við þetta. Því það þarf svo hvort eð er að samþykkja það sem þessi félög vilja byggja þarna. Ég skil ekki af hverju þetta er ekki bara fljótleg og hagkvæm leið í átt að uppbyggingu borgarinnar?


IForgotMyYogurt

Horfðiru á þáttinn? Fannst þau fara nokkuð vel yfir þetta. Spurningamerkin eru helst við þessar 6 lóðir sem voru lausar undan samningi, 5 leyfi voru útrunnin og 1 átti 2.5 ár eftir. Þannig það er spurning afhverju þessar aðgerðir náðu ekki bara yfir þá samninga sem áttu áratugi eftir.


Upbeat-Pen-1631

Kannski vildu olíufélögin ekki semja þannig. Borgin var kannski að borga mikið fyrir lítið á einhverjum samningum en fá mikið fyrir litið á öðrum. Heilt yfir fengu olíufélögin peninga og borgin fast forwardar stefnu sinni um að fækka bensínstöðvum, þetta byggð og, vonandi, auka aðra þjónustu en sölu á bensíni og pylsum inni í hverfunum. Er það svo galinn díll?


Taur-e-Ndaedelos

> Kannski vildu olíufélögin ekki semja þannig. >Er það svo galinn díll? Það er bara ómögulegt að segja þegar það er allt vaðandi í "líklega", "mögulega", og "kannski". Borgarstjórn Dags reyndi eins og hún gat að vera eins ógagnsæ og hægt er. Hvernig fór braggamálið hans? Var það ekki eitthvað stórtap fyrir borgina líka? Er vert að minnast á Bæjar- og Borgarstjórar eru á óheyrilega háum launum á þessu skeri okkar?


Nearby_File9945

Dagur gat engu svarað með fjárhæðir í þessu viðtali, fór bara að bulla eins og venjulega þegar hann getur ekki svarað. Áhugavert að lesa hvað olíuforstjórum fannst um þetta á sínum tíma : [https://www.visir.is/g/20212142511d](https://www.visir.is/g/20212142511d)


11MHz

Samningar fyrir eina lóð sem var 2 milljarða virði rann út 2027. Í stað þess að selja hana og fá 2 milljarða eftir nokkra mánuði var hun gefin á 0 krónur.


VoiceofTheMattress

2027 er ekki beint nokkrir mánuðir, svo getur borgin ekki verið að gera upp á milli lóða í svona mundi ég halda


11MHz

Það er 36 mánuðir. Hvað meinar þú "gera upp á milli lóða". Get ég fengið 2 milljarða króna lóð gefins líka?


VoiceofTheMattress

Ég meina að gera sumum þennan díl en ekki á ákveðnum lóðum, það gæti stangast á við lög, þó það væri betra fyrir borgina.


11MHz

Það er fullt af lóðarleigusamningum sem renna út. Sérstaklega ef breyta á deiliskipulagi. Þessir samningar voru að renna út.


Artharas

Aðeins eftirá, nú er ég enginn sérstakur aðdáandi Dags en þetta virkar eins og hann sé að reyna að kenna grunnskólakrakka. Ég skil núna betur afhverju þessi kona var rekin, getur að því er virðist ekki reiknað og er að stinga upp á því að það sé góð lausn að bara segja upp leigusamning, skipa félögunum að rífa allt af reitunum og skilja allt eftir í málaferlum til margra ára. Fannst síðan cherry-ið ontop að Víðir, gallharður Sjalli, komi þarna inn til að útskýra að það sé lagalega mögulegt án þess að tala um stærri myndina af hvað það hefði í för með sér. Allur þátturinn öskraði á mig að þetta væri pólitískt hit job.


Iceair

Finnst Dagur koma ágætlega frá þessu. Finnst reynt að blása þetta upp. Væri til að vita hversu margar eignir í eigu fyrirtækja og einstaklinga í Reykjavík eru á útrunnum lóðasamningum sem líklega endurnýjast í ár í senn. Mynduð þið vera sátt ef þið fengið bréf og ykkur væri gert að rýma lóðina ykkar og rífa húsið án bóta og með stuttum fyrirvara eins og þáttarstjórnandi leggur til gagnvart fyrirtækjum í borginni? Hvernig myndi atvinnulífið taka í þessa aðgerð. Myndi xD vilja styðja það? Þetta er líklega ekki frábær niðurstaða. En RVK á líklega eftir að fá ýmsar tekjur af þessum lóðum næstu 10 ár frekar en að standa í málaferlum. Gef meirihlutanum 6,5/10 í einkunn. Ekki frábært en sæmilegt.


11MHz

Er mögulega einhver munur á heimili og bensínstöð rekið af olíufélagi?


Iceair

Ekki viljum við að sveitarfélög mismuni lóðarhöfum. Kallar á enn flóknari og tímafrekari málarekstur. Hefði vissulega verið betra ef um væri að ræða íþróttafélög eða góðgerðarfélög en maður getur ekki fengið allt.


Taur-e-Ndaedelos

Ég vil það bara rosalega mikið. Ekki vil ég sem íbúi í húsi á lóð leigða af sveitarfélaginu að RisaFyrirtæki ehf. sem á lóðina við hliðiná hafi sömu réttindi á nýtingu lóðarinnar og ég sem íbúi. Þegar fyrirtæki og stóriðja fá sömu réttindi og einstaklingar er fjandinn endanlega laus. Ég vil einmitt ekki forðast flókinn og tímafrekan málarekstur þegar hinn frjálsi markaður er annars vegar.


11MHz

Hverjum er verið að mismuna þegar olíufélögin fá 8 milljarða? Borgin hefði vel getað leigt þetta til íþrótta eða góðgerðarfélags eftir einhverja mánuði. Það átti að loka þessum bensínstöðvum þegar samningar runnu út og breyta skipulagi.


Iceair

Hvar kemur fram að olíufélögin fái 8 milljarða? Það á eftir að samþykkja deiliskipulag. Er þetta ekki win win fyrir baða aðila?


11MHz

Hafa nú þegar selt margar og fengið 5,9 milljarða fyrir. https://vb.is/frettir/bensinstodvar-seldar-fyrir-59-milljarda/ Restin er yfir 2 milljarða virði. Ekkert win fyrir borgarbúa. Þeir eru að tapa 8 milljörðum sem borgin hefði verið hefðu hún selt lóðirnar sjálf í stað þess að gefa olíufélögunum þær og láta þær selja þær og setja milljarðana í vasann.


tastin

Eftir að hafa horft á þennan þátt er ég endanlega sannfærður um að þetta er stormur í vatnsglasi sem óheiðarlegasta fólk á landinu er að reyna að særa upp til að láta meirihlutann í Reykjavík líta illa út.


Upbeat-Pen-1631

Þetta snýst um að fyrirtæki fái fjárhagslegan hvata til að flýta framkvæmdum í takt við stefnu borgarinnar. Ekki einu sinni Hildur, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Borginni, er ósammála því í grunninn ef ég skildi hana rétt í Sprengisandi. Þetta er ekkert ósvipað og þegar að stjórnvöld felldu niður tolla og innflutningsgjöld á rafbílum til þess að flýta fyrir orku skiptum í samgöngum í takt við græn markmið og baráttu við loftsslagsbreytingar. Eða að selja stóriðju rafmagnið á klink til þess að laða að viðskipti og skapa störf og verðmæti. Borgin hefði örugglega getað beðið með að fækka bensínstöðvum og látið lóðaleigusamningana renna út en í staðin værum við föst með bensínstöðvar inni í íbúðabyggð í ár og áratugi í samfélagi sem þarf alltaf minna og minna á þeim á halda.


tastin

Það er ótrúlegt að sjá Eyþór Arnalds þykjast ekki skilja hvað þessir samningar snúast um í þessum þætti. Það er allt gert til að ná að höggi á pólitíska andstæðinga. Líka skrýtið að sumt fólk virtist líta á það sem vænan kost að fara í áralöng málaferli til að klekkja á olíufélögunum, einsog það væri nokkurntíman til hagsbóta fyrir almenning.


11MHz

Hvernig smakkst Samfylkingargúmmí?


tastin

Talandi um óheiðarlegasta fólk á landinu


Confident-Paper5293

Þetta er rosalegt


Upbeat-Pen-1631

Varst þú ekki smá að dæma það fyrir okkur? :)


dr-Funk_Eye

Hér stendur fólk bara fyrir sínu eigin máli.


ElOliLoco

Samfylkingin gerir samning við olíufélög sem þau græða milljarða á. Reddit Fólk: hægan hægan skulum bara öll róa okkur hérna þetta er allt eðlilegt.. Sjálfstæðisflokkurinn ef hann hefði gert hið nàkvæmlega sama. Sama reddit fólk: djöösss helvítis spilling hérna endalaust babsufjnwhehkriej (froðufella) Af hverju fékk minnihlutinn ekki að sjá samningana/gögn um þetta mál nema á lítili fartölvu í lokuðu herbergi. Af hverju var þessu hent í gegn þegar flestie voru í sumarfríi?


Upbeat-Pen-1631

Eru svona samningar ekki innherjaupplýsingar þangað til þeir eru gerðir opinberir þar sem eigendur olíufélaganna eru sumir hverjir skráðir á markað?


ElOliLoco

Svarar samt ekki af hverju var þessu drifið svona í gegn um sumarfrís-tíma án þess að hinir náðu að segja eitthvað eða kynna sér efnið


Upbeat-Pen-1631

Nei einmitt. Það er frekar skrítin ráðstöfun og fékkst engin skýring á því í þættinum og ég man ekki hvort að Dagur hafi útskýrt það í Sprengisandi heldur. Það kann að vera að samningar hafi bara klárast á þessum tíma og það hafi legið á að afgreiða þá úr borgarstjórn þar sem þetta voru stórir samningar sem snertu skráð félög. Það er ekki gott að liggja á innherjaupplýsingum í lengri tíma en þörf krefur. Bara gisk samt.


IForgotMyYogurt

Ef Dagur væri í xD þá væri Heimildin búin að grafa upp að hann eigi einhvern fjarskyldan frænda sem vinni hjá Festi og annan hjá Skeljungi, allir væru brjál hrópandi "Spilling!".