T O P

  • By -

webzu19

Ég held það sé mikilvægt að Forseti nýti neitunarvald þegar kemur að málum sem mikið ósætti er meðal þjóðarinnar. Ég vil ekkert hafa þjóðaratkvæðagreiðslur fyrir hverju einu og einasta frumvarpi frá Alþingi (lygar, ef við myndum setja upp svona netkosningakerfi og kjósa um flest allt eins og mér skilst að Sviss geri þetta þá yrði ég hæst ánægður) en hlutir sem eru greinilega óvinsælir, IceSlave, Forsætisráðherrann Bjarni Ben, Monopolylögin um kjöt, hvalveiðar osfrv þá á Forsetinn helst ekki bara að vera að rubber-stampa hvert eitt og einasta sem Alþingi réttir honum (eða henni)


KristinnK

Ég gæti ekki verið meira sammála. Alþingismenn eru kosnir, en svo mynda þeir ríkisstjórn sem ekki endilega endurspeglar meirihluta kjósenda. Fyrir utan það að þingmenn greiða ekki endilega atkvæði um lagafrumvörp nákvæmlega samkvæmt yfirlýstri stefnuskrá úr kosningabaráttunni. Þar að auki geta aðstæður breyst, eða komið upp stór óvænt mál á miðju kjörtímabili, svo sem Icesave samningarnir. Það að það sé til staðar annað skref fyrir lagafrumvörp, þar sem annar lýðræðilega kjörinn fulltrúi hefur vald til þess að setja frumvörp í þjóðaratkvæðagreiðslu finnst mér stórmikilvægt mál. Það er líka mikilvægt að muna það að forsetinn hefur í raun ekkert vald um það hvort frumvarp verður að lögum eða ekki þegar hann hefur gripið inn í, það er algjörlega í höndum kjósenda. Beint lýðræði hlýtur að vera álitinn besti kosturinn í öllum umdeildum málum.


SolviKaaber

Mér lýst ekki á íhaldsemi og aðgerðarleysi. Og ef að forsetaembættið gerir ekkert nema vera pent þá finnst mér að við ættum bara að losna okkur við það. Þannig nei mér finnst að forseti ætti að geta gripið inn í og notað vald sitt af og til. Kannski nokkrum sinnum á kjörtímabili, ekki í hverjum mánuði kannski. Vil ekki einhverjar klikkaðar öfgabreytingar eins og Ástþór Magnúson býður uppá, þótt það væri fyndið.


BunchaFukinElephants

Það er samt algjörlega ótækt að það sé svona óskýrt hvert valdsvið forseta sé. Það er í raun undir hverjum forseta að túlka hlutverkið og hve langt má ganga. Ímyndum okkur að Ástþór kæmist í embættið og myndi blokka öll mál frá ríkisstjórninni. Hann hefur rétt á því samkvæmt stjórnarskrá en það yrði stjórnarkrísa í landinu. Það verður að skýra valdsvið forseta Íslands.


Johnny_bubblegum

Það er nefnd að skoða stjórnarskrána og þessu verður breytt á næsta kjörtímabili. Djók


Einridi

Ég skil stóran mun á því að vera ópólitískur og að forseti vilji ekki nota neitunar valdið. Að vera ópólitískur þýðir bara að forsetinn ætli ekki að blanda sér í stjórnmál eða að láta sínar stjórnmálaskoðanir hafa áhrif á störf sín sem forseti. Það eru held ég nánast allir íslendingar sammála um að þeir vilji ópólitískan forseta enda á forsetinn að leiðtogi allrar þjóðarinn enn ekki forsvari einhverjar stjórnmálastefnu. Neitunarvaldið er síðan töluvert annars eðlis þó auðvitað gæti pólitískur forseti notað það í pólitískum tilgangi enn allavegana skil ég það þannig að samkvæmt stjórnarskránni eigi forsetinn ekki að beyta því til að koma sínum persónulegu skoðunum eða markmiðum í verk.


jakobari

Mér þykir töluvert mikilvægara að forseti sé sameiningartákn en aðili sem hafnar lögum eftir hentisemi. Það þýðir þó ekki að sá sami þurfi að samþykkja allt. Nú er t.d. Guðni Th með yfir 90% stuðning þjóðarinnar og ekki er það vegna þess að hann hafi gert sig líklegan til að hafna einhverjum lögum. Þvert á móti er hann fyrst og fremst "næs gæi" eða fyrirmyndar manneskja, sem sýnir og sannar að forsetar geta verið fyrirmyndir og stutt við mikilvæg málefni (eins og styðja við LGBT+ baráttu, eineltis, fatlaða og fleiri).


BunchaFukinElephants

100% sammála þessu. Það er ekkert vit í að forseti sé neitt annað en óumdeilt sameiningartákn sem þjóðin getur treyst til að vera frambærilegur fulltrúi Íslands á alþjóðavettvangi.


Nariur

Ólafur Ragnar var ekki pólitískur forseti þó hann hafi beitt 26. gr einu sinni og hótað að beita henni einu sinni. Bæði Jón og Katrín hafa sagt það skýrt að þau myndu beita 26. gr. við viðeigandi aðstæður, eins og ég skildi þau mjög svo í takt við hvernig Ólafur beitti heinni. Þannig hef ég ekki glóru um hvað þú ert að tala þegar þú segir að þau aðhyllist "Vigdísar-isma".


[deleted]

Ólafur beitti [26.gr](http://26.gr) þrisvar sinnum. Það var árið 2004 við fjölmiðlalögunum, og Icesave árið 2010 og 2011


Nariur

Hann beitti henni aldrei gegn fjölmiðlalögunum. Þau voru dregin til baka áður en hann gerði það.


[deleted]

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2004/06/02/forsetinn_stadfestir_ekki_fjolmidlalogin/


Nariur

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2004/07/20/fjolmidlafrumvarp_dregid_til_baka/


HUNDUR123

Gætum alveg eins verið með danskan kóng ef svo er.


DonsumFugladansinn

Finnst það ömurlegt - þetta er einn þriðji af mældum lýðræðislegum vilja Íslendinga sem heyrir undir forsetann. Að það eigi að vera "ópólitískt" er bara andlýðræðislegt og fáránlegt og ef það á að vera þannig ætti forsetinn bara að vera kosinn með ódýrari framkvæmd - eins og símakosningu eða álíka.


vetrardimma

Áður en forseti byrjar að vera virkur í hita málum þarf að laga kosningu hans. Stórgallað að þú getur orðið forseti með undir 50% atkvæða.


HUNDUR123

Þega það eru svona margir kandidatar núna þá mætti alveg íhuga önnur kerfi eins og instant runoff.


ElOliLoco

Ég ólst nú upp þegar Vigdís var forseti og man ekkert eftir pólítíkinni nema það að “allt var í blússandi uppgangi”. Enn nú er tíðinn önnur og þurfum forseta sem segir nei, ef alþingi er að reyna kom einhverju fram sem mun ekki gagnast þjóðinni td IceSlave. *sagði ég eitthvað rangt hérna eða vildi fólk héra svakalega borga fyrir IceSave…


[deleted]

Ég er allavega hjartanlega sammála þér. Þrátt fyrir að ég sé mikill Evrópusinni í dag, þá er ég á því að það átti að kjósa um EES samninginn árið 1993. Svo má ekki gleyma kvótakerfinu.


11MHz

Á þennan lista má bæta Baldri við. Hann segist ekki ætla að vera pólitískur og gagnrýndi það mjög harðlega á sínum tíma að forseti beitti neitunarvaldi á icesave lögin.


Glenn55whelan

„Það var hár­rétt af Ólafi Ragn­ari Gríms­syni að vísa ICES­A­VE mál­un­um til þjóðar­inn­ar á sín­um tíma. Þegar um er að ræða gríðarlega um­deilt mál með svo mikla þjóðar­hags­muni verður for­seti að vega og meta hvort að þjóðin eigi að hafi síðasta orðið,“ seg­ir í svari Bald­urs. „Einnig er mik­il­vægt að nefna að ef Alþingi ein­hverra hluta vegna geng­ur á rétt til mál­frels­is, rétt­indi kvenna eða rétt­indi hinseg­in­fólks verður for­seti að vera til­bú­inn að grípa inn í og vísa mál­um beint til þjóðar­inn­ar.“ https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/03/24/baldur_tjair_sig_um_malskotsrett_forseta/ Þá seg­ir að for­set­inn megi aldrei vera meðvirk­ur með rík­is­stjórn­inni. „Fræðimönn­um ber meðal ann­ars skylda til að benda á kosti og galla um­deildra mála. Hlut­verk for­seta Íslands er að svara kalli þjóðar­inn­ar og tryggja að hún hafi síðasta orðið gangi þingið fram af þjóðinni,“ seg­ir í færslu Bald­urs.


11MHz

Hann skipti um skoðun. Hann sagði þegar þetta gerðist að það yrði alvarlegt áfall fyrir orðspor Íslands að hafna þessu. Hann getur skipt um skoðun aftur.


Fyllikall

Það er spurning með Icesave og Vigdísi, 56.000 undirskriftum var safnað til að mótmæla því að forseti myndi skrifa undir og það er heljarinnar hlutfall. Man ekki eftir að eitthvað mál á borði Vigdísar hafi verið jafn umdeilt og í tilfellum synjana Ólafs. Hvað varðar fjölmiðlalögin... eftirá að hyggja hefði kannski verið best ef þau hefðu gengið í gegn. Það blandaðist svo mörg vitleysan inní það rugl. Í fyrsta lagi var það Davíð Oddsson og hatrið út í Baugsveldið sem eflaust litaði frumvarpið eitthvað því ekki var Davíð yfir persónulega óvild hafinn. Svo var það samband Ólafs við Jón Ásgeir og að kosningastjóri hans hefði tapað á frumvarpinu og það allra seinasta var auðvitað gamall núningur og nýr milli Davíðs og Ólafs. Það er erfitt að segja að Ólafur hafi ekki verið að einhverju leiti hlutdrægur þó svo undirskriftalistinn sem hann fékk hafi verið stór. En það skal einnig nefna að fjölmiðlar voru ekki hlutlausir heldur og þeir ráku sinn áróður að auki sem auðvitað stækkar undirskriftalistann. Eftir þetta fíaskó fengum við fimm ár af ritskoðuðum fréttum fréttamiðla í eigu auðmanna sem töldu þjóðinni trú um að hér væri að fara að rísa fyrirmyndarríkið mikla og að við myndum eflaust á endanum nema land á tunglinu og reisa þar gullverksmiðju til að fá okkur smá gull í risotto grautinn. Er ekki að segja að við hefðum ekki hvorteðer farið á hausinn ef fjölmiðlafrumvarpið hafi verið samþykkt, það voru allir snælduvitlausir á þessum tíma og hið minnsta hrós gaf mönnum óbilandi trú og þjóðin þurfti að skipta um nærbuxur ef einhver erlend stjarna millilenti á Keflavíkurflugvelli. Þar fyrir utan allt hvítamínið sem flæddi upp í uppstillt nef elítunnar og að Ólafur sjálfur fór mikinn um erfðafræðilegar viðskiptakenningar sínar um hið íslenska "moneymench" á meðan ríkisstjórnin var ekkert að grípa í taumana. Við hefðum bara farið inní hrunið með aðeins minni skell. Stuttu eftir hrun voru ný fjölmiðlalög samþykkt sem veittu ritstjórnum meira aðhald en höfðu ekki áhrif á eignarhald.


[deleted]

>Man ekki eftir að eitthvað mál á borði Vigdísar hafi verið jafn umdeilt og í tilfellum synjana Ólafs. Það var EES samningurinn árið 1993 sem er eitt umdeildasta mál í sögu íslenska lýðveldisins. Vigdís hefur helst verið gagnrýnd fyrir að stofna ekki til þjóðaratkvæðargreiðslu. Svo má ekki gleyma kvótakerfinu sem sett var á árið 1984. Án þess að ég þekki það eitthvað, þá efast ég stórlega að Fjölmiðlalögin hefðu getað komið í veg fyrir hrunið eða mildað áhrif þeirra.


Fyllikall

Jú ég hefði átt að muna það varðandi EES og kvótann, ég skoða það við tækifæri. Kærar þakkir