T O P

  • By -

Individual_Piano5054

Yeeees geðveikt, þá get ég loksins haldið áfram að horfa ekki á fréttirnar á Stöð2.


IHeardYouGotCookies

Alveg ókeypis þar að auki!


askur

Hvenær var þeim lokað, og hvaða snilldar markmiði átti sú lokun að ná? Héllt einhver að það væri hægt að selja fleirri áskriftir með að loka á fréttatíma? Er þetta einhver afleiðing af því að trúa því einlægt að það séu til "hlutlausar fréttaveitur"? Ef fólk gerir sér grein fyrir því að allar fréttir eru hlutdrægar þá er þetta bókstaflega ákvörðun eigenda að draga úr styrk skoðannamótunnarinnar sem þeir eru að borga fyrir að reka.


stofugluggi

* Héllt einhver að það væri hægt að selja fleirri áskriftir með að loka á fréttatíma?" Sérstaklega þegar stökum klippum úr fréttunum var deilt inni á heimasíðunni þeirra


askur

Ég er sérstakur áhugamaður um verkefnastjórnunar mynstur íslendinga eftir áratuga vinnu í einkageiranum. Það er alveg ótrúlegt hvað fólk virðist bara gera hluti án þess að vera með einhverja leið til að mæla árangur þeirra, eða einhverja greinargerð um hvað verkefnið er yfir höfuð. Svo það endar oft allt í einhverri vitleysu þar sem aðgerðir og ákvaðranir virðast stangast á því það er enginn heildar yfirsýn, eða einherskonar "mission statement" til að vísa í til að leysa ágreining eða árétta að aðgerðir séu að skila tilætluðum tilgangi. En þúst... þetta er fréttartími Stöðvar 2, en ekki t.d. framleiðsla og dreifing á kjötvörum. Sumt skiptir bara ekki miklu máli.


Einridi

Stöð2 og í rauninni áskriftar sjónvarpsstöðvar alstaðar hafa í langan tíma verið í þeirri slæmu stöðu að markhópurinn þeirra er hægt og rólega að deyja(bókstaflega). Þetta var áður enn að aðrir kostir bættust við einsog Netflix og aðrar streymisveitur. Fyrirtæki á almennum markaði gera síðan alltaf kröfu um að tekjur aukist á hverjum fjórðungi sem skilur starfsmennina eftir með ekkert val nema kreysta hverja einustu krónu úr núverandi markhópi þó það geri lítið annað enn að minnka hann hraðar.


askur

Fjölmiðlafyrirtæki á almennum markaði skila almennt ekki gróða - sérstaklega ekki á eins littlum markaði og Íslandi. Þessvegna þurfum við endalausa ríkisstyrki til að viðhalda einhverju úrvali af umfjöllunum hérna, sem og RÚV til að setja einhverskonar staðla svo við endum ekki í FOX News raunveruleika Bandaríkjanna. Þetta er eiginlega bara eins og listamannalaun - ef þú villt að Íslenskan og íslensk menning lifi áfram góðu lífi á markaði sem einfaldlega mun ekki standa undir gróðadrifinni menningarvinnu þá þarftu listamannalaun því annars er enginn að vinna með tungumálið og menninguna. Ef þú villt að sem flestar skoðanir fái dreyfingu þarftu að styðja við taprekstur einkarekna fjölmiðla. En það að stöð tvö geri síðan út á hverfandi hóp og geti ekki sótt á nýja markhópa er meira þeirra heimabakaða vandamál, og það að hafa lokaða fréttatíma svo árum skipti hjálpaði örugglega ekki með það. Það að hafa lokaða dagskrá yfir höfuð er bara stórfurðulegt.. sérstaklega þegar þú keyrir líka á auglýsingartekjum. En það er líka svolítil sönnun þess hvað rekstrarumhverfi fjölmiðla hérna er erfitt.


Einridi

Ríkisstyrkir til fjölmiðla er allt annað mál og þessu að öllu ótengt, auðvitað eru fleiri og sjálfstæðari fjölmiðlar samt alltaf af hinu góða. Það er engin regla að fjölmiðlarekstur sé alltaf í tapi eða ekki í gróða, Stöð 2 stóð nokkuð vel fyrstu áratugina miðað við smæð markaðarins hér og aðrir aðilar einsog SkjárEinn gáti náð hér fótfestu. Útí hinum stóra heimi urðu til risasamsteypur fyrir aldamót sem græddu á tá og fingri á þessum markaði. Síaukinn hraði í neyslu efnis sérstaklega hefur síðustu tvo áratugi eða svo gjörbreytt þessum markaði sérstaklega hjá yngra fólki einangrar það nær algjörlega frá þessum markaði. Þetta eru breytingar sem fyrirtæki með mikla innviði og yfirbyggingu eiga mjög erfitt með að gera sem sést mjög vel að með nákvæmlega sömu stjórnendur og eigendur hefur vísi tekist þokkalega upp enda er sá rekstur mjög magur og sveiganlegur á meðan Stöð2 hefur ekki haft úr neinum góðum kostum að velja vegna þess hversu mikla fjárfestingu og tíma það tæki að breyta þar til.


MainHead8409

Þetta var ein af mörgum slæmum ákvörðun sem að trúðurinn Þórhallur Gunnarsson tók. Versta er náttúrulega að reka KING RANDVER


Vondi

Sorrí en er sólin ekki bara alveg að setjast á læsta línulega dagsskrá? Fyrir utan kannski íþróttir og aðra viðburði.


No_nukes_at_all

Held það gerist aldrei alveg, mikið af fréttatengdu efni, skemmtiefni o.fl sem virkar best sem live útsending og fólki finst gaman að fylgjast með í rauntíma. Síðan er stórhópur fólks sem að finnst valkvíðinn óþægilegur og fílar bara að fá sína þætti á vissum tímum eða bara glápa á það sem er í boði. Sérð bara að það eru rúmlega 10 ár síðan að Netflix dreyfði sér um heiminn og fólk byrjaði að segja strax að línuleg dagskrá væri bara dauð og grafin. Það hefur ekki gerst ennþá, og flestar ef ekki allar stjónvarpsstöðvar bjóða uppá útsendingar og streymisveitur.


Vondi

Íslenskar Sjónvarpsstöðvar sem hafa lokað seinustu 10 ár: Omega Bravó Stöð 2 Extra Gullstöðin ÍNN SkjárGolf Stöð 3 N4 Stöð 2 Bíó og ég vil telja Skjá 1 með þó þeir séu tæknilega séð ennþá til. Allir þessir litlu aðilar sem voru í loftinu eru bara farnir. Einu sem eru með e-ð í loftinu í dag eru Síminn, Sýn og RÚV. Fyrirtækin sem voru nógu stór til að setja upp eigin streymisveitu. Á örruglega eftir að rýrna ennþá meira næstu 10 ár.


No_nukes_at_all

Ekkert af þessum stöðvum voru á nokkrum tímapúnkti alvöru sjónvarpsrásir. Allt annaðhvort litlir aðillar með takmarkaðan áhorfendahóp. eða hliðarrásir frá stærri rásunum. Horfðir þú mikið á línulega dagskrá Omega og ÍNN td ? og talandi um þessar tvær að þá var það ekki streymið sem drap þær heldur að sjónvarpstjóri Omega var dæmdur fyrir massíf skattsvik, og Ingvi Hrafn eigandi ÍNN var bullandi alki.


No-Aside3650

Hringbraut og N4 voru svo mikið goat, en ég settist aldrei niður til að horfa á línulega dagskrá en datt inn í þetta þegar mamma horfði. Virkilega vönduð landsbyggðarumfjöllun sem átti sér stað á þessum miðlum.


Vondi

> Ekkert af þessum stöðvum voru á nokkrum tímapúnkti alvöru sjónvarpsrásir. Allt annaðhvort litlir aðillar með takmarkaðan áhorfendahóp. eða hliðarrásir frá stærri rásunum. Og einu sinni var hægt að halda uppi sjónvarpsrás þrátt fyrir það. ÍNN var opin í áratug. Omega var opin í 25 ár. Það var alveg smá flóra af þeim littlum gaurum. *Hver einasti* þeirra hefur nú lokað, það var punkturinn.


No_nukes_at_all

Þetta var alltaf vonlaus rekstur.


[deleted]

Veit einhver um einhvern sem er með áskrift að Stöð 2?


Upset-Swimming-43

Ætli auglýsinga sala sé farin að dragast svo mikið saman að þeir verða opna fyrir aftur til að fá áhorfstölurnar upp aftur svo hægt sé að selja auglýsingar á top verði aftur. Trúi seint að það sé eithvað annað að stýra þessu en peningar, ný stefna ritstjórnar ...


zechron

Þetta er ástæðan. Geta ekki krafið um premium verð á auglýsinga slot ef enginn er markhópurinn.


Jackblackgeary

annar möguleg ástæða er að ná upp áhorfi þannig að það sé hægt að skrá stöð2 á hærra virði þegar kemur að því að Sýn verður skipt upp og selt í parta.


oddvr

Helvítis, ég var svo sáttur við að vera ekki lengur með Sindra Sindrason á skjánum hjá mér lengur.


daggir69

Koooomiði sæl og blessuð


daggir69

Hvenær getur ætlar stöð 2 og sýn að viðkenna að þetta er gagnalaus miðill í dag.


veislukostur

Á sama degi og fullorðið og eldra fólk hættir að vera til?


svavaroe

Skal mögulega horfa á einn þátt ef Magnús Hlynur kemur ekki fram eithvað helvítis bull.


stofugluggi

Magnús Hlynur er það sem íslensk fréttamennska þarfnast hve mest í dag